Karl tekur við sem framkvæmdastjóri DTE

Karl Ágúst Matthíasson.
Karl Ágúst Matthíasson. Ljósmynd/Aðsend

Karl Ágúst Matthíasson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins DTE.

Karl er einn af stofnendum fyrirtækisins en hann hefur setið framkvæmdastjórastöðuna áður, setið í stjórn fyrirtækisins og þar að auki setið sem fjármálastjóri og rekstrarstjóri DTE, að því er fram kemur í tilkynningu. 

„Karl hefur sinnt mikilvægu hlutverki í að skapa fyrirtækinu sérstöðu innan álframleiðslugeirans.“ segir Árni Blöndal, stjórnarmaður DTE, í tilkynningu.

„Hann tekur við af Diego Areces sem mun halda áfram sem ráðgjafi innan stjórnar DTE. Fyrir hönd stjórnar vil ég skila kæru þakklæti til Diego og hans framlags til fyrirtækisins, fyrir hans stjórnun og þess tíma sem hann lagði til DTE,“ segir Árni jafnframt.

Fram kemur, að lausnir DTE byggi á íslensku hugviti og stefni þau á að umbylta málmframleiðslu í heiminum með það að markmiði að gera hana bæði umhverfisvænni og öruggari, ásamt því að auka hagkvæmni framleiðslunnar. Tækni DTE er byggð á skynjurum sem greina efnasamsetningu fljótandi málma með laser-litrófsgreiningu. Með því að bæta ferla, minnka sóun og auka yfirsýn yfir framleiðsluferli frá upphafi til enda geta álframleiðendur nýtt auðlindirnar sem til þarf við framleiðsluna mun betur og lágmarkað framleiðslu á vörum sem standast ekki framleiðslukröfur, segir enn fremur. 

„Fyrirtækið stefnir að því að verða lykilsamstarfsaðili málmframleiðenda í heiminum í vegferðinni að því að ná markmiðum Parísarsáttmálans og halda hlýnun jarðar undir 1.5°C,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK