Færri fyrirtæki vilja bæta við starfsfólki

Hæsta hlutfall fyrirtækja sem hyggst fækka starfsfólki er í sjávarútveginum.
Hæsta hlutfall fyrirtækja sem hyggst fækka starfsfólki er í sjávarútveginum. mbl.is/Sigurður Bogi

Hlutfall fyrirtækja sem hyggjast bæta við sig starfsfólki á næstu mánuðum hefur lækkað úr 39% í desember á síðasta ári í 33% í mars. Í júní á síðasta ári taldi meirihluti fyrirtækja starfsfólk skorta á vinnumarkaði í fyrsta skipti frá árinu 2007.

Mest hefur dregið úr ráðningar­vilja meðal fyrirtækja í fjármála- og tryggingageiranum en í mars hugðust aðeins 13% fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum. Þá vildu 25% fyrirtækja í sama geira fækka starfsmönum, samanborið við um 11% í desember. Hæsta hlutfall fyrirtækja sem hyggst fækka starfsfólki er að finna í sjávarútveginum en þar hefur hlutfallið hækkað úr 22% í desember á síðasta ári í 27% í mars.

Annað er þó uppi á teningnum meðal fyrirtækja á sviði samgangna, flutninga og ferðaþjónustu. Hlutfall fyrirtækja í þeim geira sem hyggst fjölga starfsmönnum stóð í 60% í mars og hefur því tæplega tvöfaldast frá því í desember þegar það var 31%. Þá vildu aðeins um 13% fyrirtækja fækka starfsmönnum í mars, samanborið við 22% í desember. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK