Eydís Eyland nýr markaðsstjóri OK

Eydís Eyland, nýr markaðsstjóri OK.
Eydís Eyland, nýr markaðsstjóri OK. Ljósmynd/Aðsend

Eydís Eyland hefur verið ráðin markaðsstjóri OK. Eydís er með B.Sc. í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og M.Sc. í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.

Áður starfaði Eydís sem markaðsstjóri Promennt og Verkefnalausna en auk þess kenndi hún verkefnastjórnun hjá Promennt. Fram að því starfaði hún sem sérfræðingur á markaðssviði Valitor og þar áður hjá Viðskiptablaðinu.

OK er nýtt félag sameinaðra fyrirtækja Opinna Kerfa og Premis. OK sérhæfir sig í stafrænum lausnum, rekstri á tölvukerfum og sölu á búnaði til fyrirtækja. Hjá OK starfar öflugt teymi reyndra sérfræðinga á sviði upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, rekstri, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins ásamt stórum erlendum viðskiptavinum, að því er fram kemur í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK