Katrín selur allt hlutafé og Geirlaug tekur við

Hlynur Atli Magnússon, Geirlaug Jóhannesdóttir og Sverrir Briem.
Hlynur Atli Magnússon, Geirlaug Jóhannesdóttir og Sverrir Briem. Ljósmynd/Aðsend

Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, hefur selt allt hlutafé sitt til þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins.

Núverandi hluthafar, Geirlaug Jóhannsdóttir og Sverrir Briem auka við sinn hlut en auk þess kemur Hlynur Atli Magnússon nýr inn í eigendahópinn en hann hefur starfað hjá Hagvangi frá árinu 2019. Geirlaug mun samhliða breytingunum taka við stöðu framkvæmdastjóra af Katrínu sem mun láta af störfum, að því er segir í tilkynningu. 

Hagvangur var stofnað árið 1971 og er eitt elsta starfandi ráðgjafar- og ráðningarfyrirtæki landsins. Fyrirtækið þjónustar fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í ráðningum og mannauðsmálum. Ráðningar á stjórnendum og lykilstarfsfólki er kjarnastarfsemi Hagvangs.

„Það hafa verið mikil forréttindi að vera í nánum tengslum við íslenskt atvinnulíf allan þennan tíma og mér mikið gleðiefni að sjá Hagvang halda áfram í höndum lykilstarfsmanna fyrirtækisins,“ segir Katrín í tilkynningu.

„Við þökkum Katrínu fyrir hennar ómetanlegu störf fyrir Hagvang og bjóðum Hlyn hjartanlega velkominn í eigendahópinn en hann hefur skapað sér traustan sess í íslensku atvinnulífi.  Hagvangur mun áfram þjónusta viðskiptavini sína með fyrsta flokks ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við erum þakklát þeim sem hafa haldið nafni Hagvangs á lofti í meira en 50 ár, jafnt starfsfólki sem viðskiptavinum og horfum bjartsýn til framtíðar,“ segir Geirlaug í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK