Rekur stærstu Liverpool-aðdáendasíðu í heimi

Leo með goðsögninni Steven Gerrard.
Leo með goðsögninni Steven Gerrard.

Instagram-síðan, Liverpool Goals, er með 1,1 milljón fylgjenda. Á degi hverjum læka tugþúsundir Liverpool-aðdáenda um allan heim við færslur á síðunni eða skrifa við þær ummæli.

Leo, sem er 23 ára gamall, bjó á Íslandi um nokkurra ára skeið með fjölskyldu sinni. Hann segir að ævintýrið hafi einmitt byrjað hér á landi þegar hann var ungur drengur. Hann og vinir hans hafi safnað Match Attax leikmannaspjöldum. Einn daginn eignaðist Leo verðmætt spjald með goðsögninni Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool á þeim tíma. Leo segist í kjölfarið hafa fengið mikinn áhuga á að sjá Gerrard spila fótbolta.

Vinur Leos, sem var mikill Liverpool-aðdáandi, bjó yfir upptöku af leik með liðinu og leyfði Leo að horfa á. „Þegar ég sá Gerrard spila fann ég að blóðið fór að renna hraðar og það kviknaði ástríða fyrir liðinu sem hefur bara vaxið síðan,“segir Leo.

Í hópi Liverpool-aðdáenda í Madríd á Spáni.
Í hópi Liverpool-aðdáenda í Madríd á Spáni.

Margir með ástríðu

Hann segist snemma hafa áttað sig á hvað Liverpool-samfélagið á Íslandi er stórt og hvað það sé sameiginleg ástríða margra á landinu að halda með liðinu. „Ég eignaðist marga vini í gegnum áhugamálið og nú teygir þetta sig um allan heim í gegnum Instagram.“

Hann segist hafa stofnað Liverpool Goals þegar hann var 12-13 ára gamall.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK