Landsbankinn tilkynnti nýlega um nýja færsluhirðingarþjónustu. Er bankinn því orðinn einn þriggja aðila sem veitir færsluhirðingu hér á landi ásamt Rapyd og Salt Pay sem áður hétu Valitor og Borgun og voru í eigu Arion banka og Íslandsbanka.
Arion seldi Valitor í heild sinni árið 2021 og Íslandsbanki seldi 63,5% hlut sinn í Borgun árið 2020.
Færsluhirðar miðla fjármunum frá korthöfum Visa og Mastercard til seljenda, ýmist í gegnum posa eða á netinu, eins og Ragnar Einarsson, forstöðumaður færsluhirðingar hjá Landsbankanum, útskýrir í samtali við ViðskiptaMoggann.
Hann segir að á sama tíma og hinir stóru viðskiptabankarnir hafi selt frá sér þjónustuna fari Landsbankinn í öfuga átt. „Við höfum aflað okkur sérleyfis hjá VISA og Mastercard til að starfa sem færsluhirðir. Það er mikill kostur þar sem kerfið verður ekki háð öðrum fjármálastofnunum. Við leggjum áherslu á þá sérstöðu að vera íslenskt fyrirtæki að þjónusta þarfir íslenska markaðarins. Báðir hinir aðilarnir miða viðskipti sín við alþjóðamarkaði. Ísland er aðeins einn hluti þeirra starfsemi.“
Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.