Guðrún nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls

Nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli.
Nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli. Ljósmynd/Aðsend

Guðrún Halla Finnsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og mun þar auk annars leiða vinnu við raforkusamninga fyrirtækisins. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá Norðuráli.

Guðrún Halla hefur starfað hjá Norðuráli frá árinu 2016, en þar áður starfaði hún hjá raforkufyrirtækinu Southern California Edison í Los Angeles. Guðrún Halla er með Bsc-gráðu í aðgerðarannsóknum með áherslu á fjármálaverkfræði frá Columbia-háskóla og Msc-gráðu í rekstrarverkfræði frá University of Southern California,“ segir þar enn fremur.

Vel að stöðunni komin

Kveðst Gunnar Guðlaugsson forstjóri í tilkynningunni gleðjast yfir liðsaukanum. „Við erum mjög ánægð með þá vinnu sem Guðrún Halla hefur unnið fyrir Norðurál, en hún hefur sinnt öllu sem viðkemur raforkusamningum fyrirtækisins, tekið þátt í að móta stefnu Norðuráls í raforkumálum og borið ábyrgð á losunarheimildum fyrir viðskiptakerfi ESB. Það er því engin betur til þess fallin að taka við þessari stöðu,“ er þar haft eftir Gunnari.

Frá árinu 1997 hefur Norðurál framleitt ál og álblöndur samkvæmt þörfum viðskiptavina á ábyrgan, öruggan og samkeppnisfæran hátt, segir að lokum í tilkynningunni. „Á hverju ári notar Norðurál endurnýjanlega raforku til að framleiða um 320.000 tonn af áli fyrir erlenda markaði. Norðurál var valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 af Samtökum atvinnulífsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK