Seinka jómfrúarflugi til Tel Aviv

Tel Aviv í Ísrael.
Tel Aviv í Ísrael. AFP

Icelandair hefur seinkað fyrsta flugi sínu til borgarinnar Tel Aviv í Ísrael. Ástæðan er sögð sú að eftirspurn á vormánuðum sé minni en reiknað var með.

Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Áætlunarflug Icelandair til Tel Aviv átti að hefjast 10. maí en hefur nú verið frestað þangað til 21. júní.

„Bókunarstaðan er hins vegar mjög sterk fyrir hásumarið og inn í haustið sem er aðalferðatímabilið frá svæðinu til Íslands,“ segir í svarinu.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir flugleiðina helst þjónusta Ísraelsbúa sem vilji koma til Íslands en þeir séu fleiri en Íslendingarnir sem vilji sækja Ísrael heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK