Forstjóri Icelandair segir að eftirspurn á öllum mörkuðum sé mikil. Fólk sé enn að ferðast þrátt fyrir kostnaðarhækkanir.
„Þannig bókunarflæðið er sterkt og útlitið fyrir ferðamannamarkaðinn hér á landi er mjög gott fyrir sumarið, þannig að heilt yfir er mikil eftirspurn á öllum mörkuðum.“
Spurður hvernig eldsneytisverðið hafi haft áhrif á reksturinn segir Bogi að það hafi ekki hjálpað til.
„Það hefur farið svona upp og niður og við vitum að eldsneytisverð sveiflast. Af hverju hvað gerist vitum við ekki og þess vegna erum við með þessa stefnu, að verja 50 prósent af okkar áætlaðri notkun 12 mánuði fram í tímann.“
Hann segir ástæðuna fyrir því vera að fyrirtækið sé með þá stefnu að minnka sveiflur í sínum rekstri og að hafa ákveðinn fyrirsjáanleika.
„Ég horfi aldrei á það hvort við höfum grætt eða tapað á vörnum. Þetta snýst eins og ég segi um að minnka sveiflur og búa til fyrirsjáanleika.“