Engar eignir fundust í búi Fellabaksturs, sem rak bakarí í Fellabæ í Múlaþingi um áratuga skeið. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrr á árinu og lauk skiptum 12. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.
Kröfur í búið námu 84.358.999 króna og fengust ekki greiðslur upp í þær.
Rekstur Fellabakarís stöðvaðist í janúar og sagði eigandi bakarísins, Þráinn Lárusson, þá að tími svona bakaría væri liðinn. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir þungan rekstur.