Bed Bath & Beyond í greiðslustöðvun

Bandaríska verslanakeðjan Bed Bath & Beyond sótti á sunnudag um …
Bandaríska verslanakeðjan Bed Bath & Beyond sótti á sunnudag um greiðslustöðvun eftir langvarandi rekstrarvanda. AFP/Justin Sullivan/Getty Images

Bandaríska verslanakeðjan Bed Bath & Beyond sótti á sunnudag um greiðslustöðvun eftir langvarandi rekstrarvanda. Fyrirtækið, sem selur húsgögn og hvers kyns vörur fyrir heimilið, er eitt af þeim stærstu á bandarískum neytendamarkaði og starfrækir meira en 500 verslanir vítt og breitt um Bandaríkin auk verslana í Mexíkó, Púertó Ríkó og Kanada.

Að sögn Reuters hefur Bed Bath & Beyond glímt við versnandi sölu á undanförnum árum, m.a. vegna misheppnaðrar tilraunar til að hampa eigin vörumerkjum á kostnað merkja annarra framleiðenda.

Nam samdrátturinn 33% á fjórðungnum til og með 26. nóvember síðastliðnum og var keðjan rekin með 393 milljóna dala tapi á því tímabili. Í janúar tilkynnti félagið að 150 verslunum yrði lokað og stöðugildum fækkað hjá þeim verslunum sem eftir stæðu. Þá reyndu stjórnendur að afla félaginu allt að einum milljarði dala í febrúar með útgáfu nýrra hlutabréfa og áskriftarréttinda en höfðu aðeins 360 milljónir dala upp úr krafsinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK