„Í færum til að komast upp um deild“

Það fer ekki mikið fyrir nýja örgagnaverinu sem IIJ hefur …
Það fer ekki mikið fyrir nýja örgagnaverinu sem IIJ hefur þróað. Boxið er ekki nema á stærð við ísskáp. Ljósmynd/Aðsend

Landsvirkjun greindi í síðustu viku frá samstarfssamningi við japanska tæknirisann Internet Initiative Japan (IIJ). Munu félögin gera tilraun með nýja tegund gagnavera, svk. örgagnaver (e. Micro Data Center), sem komið verður fyrir við virkjanir við Sogið en samstarfið komst á fyrir milligöngu íslensk-japanska félagsins Takanawa.

Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir IIJ mjög umsvifamikið fyrirtæki og að ef tilraunaverkefnið gangi vel standi vonir til að félagið reisi enn stærra gagnaver á Íslandi.

Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Ljósmynd/Aðsend

„IIJ er elsta netþjónustufyrirtæki Japans, stofnað fyrir um þremur áratugum og starfa þar í dag um 4.400 manns. Til að gefa betri hugmynd um stærð IIJ þá var velta félagsins árið 2021 jafnvirði u.þ.b. 240 milljarða króna og hagnaður um 24 milljarðar, og eru viðskiptavinir IIJ um 13.000 talsins bæði innan og utan Japans,“ útskýrir Haraldur en IIJ býður m.a. upp á nettengingar, skýjaþjónustu, öryggisþjónustu, streymi myndskeiða o.fl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK