Tugir deilibíla komnir á götuna

Tveir nýir Volkswagen ID. Buzz „rúgbrauðs“-deilibílar eru komnir á götuna …
Tveir nýir Volkswagen ID. Buzz „rúgbrauðs“-deilibílar eru komnir á götuna frá Hopp

Deilibílar fyrirtækisins Hopp eru orðnir fjörutíu og þrír talsins. Allir bílarnir eru 100% rafdrifnir en þjónustan er veitt í samstarfi við Bílaleigu Akureyrar. Fyrsti Hopp-deilibíllinn kom á götuna í mars 2022.

„Kia- og Hyundai-bílar riðu á vaðið. Þeir hentuðu vel til að byrja með en nú sjáum við betur hvernig þjónustan er nýtt af notendum okkar. Við erum ennþá að leita að hinni fullkomnu tegund af deilibíl. Að okkar mati er hann enn ekki kominn í framleiðslu, en það kemur. Deilibílarnir eru stórt umhverfis-, samgöngu- og skipulagsmál. Það má segja að miðað við að hverjum bíl sé deilt fimm sinnum á dag, eins og meðaltalið er hjá okkur, séum við að stuðla að því að fimm aðrir bílar séu fjarlægðir af götunni,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, í samtali við Morgunblaðið.

Í dag eru flestir Hopp-bílarnir af tegundinni Renault Zoe.

„Þeir eru minni, með góða drægni og afar hentugir sem deilibílar. Einnig vorum við að bæta við nokkrum Teslum sem koma vel út. Þær hafa mjög góða drægni og búa yfir frábæru öryggis- og myndavélakerfi. Að auki eru þær stærri en Renault Zoe og notendur geta hlaðið þær sjálfir á hleðslustöðvum úti í bæ sem því miður er ekki hægt ennþá með hina bílana.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK