Anna Signý nýr framkvæmdastjóri Kolibri

Anna Signý Guðbjörnsdóttir.
Anna Signý Guðbjörnsdóttir.

Anna Signý Guðbjörnsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri. Anna Signý er einn af eigendum fyrirtækisins og hefur setið í stjórn þess. Hún tekur við af Skúla Valberg sem einnig er einn af meðeigendum. Skúli mun taka við sem stjórnarformaður Kolibri.

Í fréttatilkynningu segir að Kolibri sé framsækið hugbúnaðar- og hönnunarfyrirtæki sem tekur að sér alls kyns stafræn verkefni eins og t.a.m. hönnun, vefi, öpp og stafrænar lausnir. 

„Anna hefur átt stóran þátt í að skapa Kolibri sérstöðu og við erum í skýjunum að fá jafn öfluga konu og Önnu Signýju til að leiða fyrirtækið,” segir Daði Ingólfsson stofnandi og stjórnarmaður í tilkynningunni.

„Við hjá Kolibri þökkum Skúla Valberg fyrir frábært samstarf í hlutverki framkvæmdastjóra og hlökkum til að vinna með honum áfram í stjórn félagsins,” bætir hann við. 

Spennt fyrir komandi tímum

Anna Signý hefur starfað hjá Kolibri síðan árið 2018 sem sérfræðingur í notendaupplifun. Hún er með cand.it gráðu frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn í stafrænni hönnun og upplýsingatækni og hefur m.a. setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins (SVEF). „Ég er spennt fyrir komandi tímum hjá Kolibri og er mjög þakklát fyrir traustið sem Kolibri hefur sýnt mér. Hjarta mitt slær í takt við hjarta Kolibri þar sem nýsköpun og framúrskarandi stafræn hönnun og þróun hrærist. Framundan eru spennandi tímar við að styrkja enn frekar í sessi hönnunarstúdíó Kolibri og mæta auknum áhuga á vöruþróunarteymunum okkar,“ segir Anna í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK