Bankaskatturinn eykur vaxtamun

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Árni Sæberg

„Sértæk skattlagning á fjármálafyrirtæki á borð við bankaskatt er til þess fallin að hækka fjármögnunarkjör fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum hefur slík skattlagning að öðru jöfnu í för með sér aukinn vaxtamun og lakari vaxtakjör heimila og fyrirtækja.“

Þetta segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni VG og formanni fjárlaganefndar, sem spurði hvort lækkun á bankaskatti undanfarin ár hefði skilað sér í bættum kjörum til neytenda og hvort til stæði að hækka bankaskattinn aftur „í ljósi mikils hagnaðar bankanna“ eins og það er orðað í fyrirspurninni.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK