Álfyrirtækið Century Aluminium Company, sem rekur álbræðslur á Grundartanga og í Bandaríkjunum, hefur fest kaup á 55% hlut í báxít- og súrálsframleiðandanum Jamalco Alumina Refinery. Seljandi er Noble Group Holdings Limited.
Í fréttatilkynningu segir að framleiðslugeta Jamalco sé 1,4 milljónir tonna af áli á ári og 900 manns vinni hjá félaginu.
„Kaupin eru í samræmi við stefnu Century og snúast um að tryggja langtímaframboð á súráli, sem er mikilvægasta hráefni okkar. Þau veita okkur aukið gagnsæi og yfirráð yfir eigin aðfangakeðju,“ segir í Jesse Gary forstjóri Century í tilkynningunni.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.