Skuldabréfaútgáfa nam alls 36,8 milljörðum króna í mars, samkvæmt bráðabirgðahagtölum Seðlabanka Íslands. Þar af nam útgáfa ríkisskuldabréfa 2,5 milljörðum króna, útgáfa bankanna 21,7 milljörðum og útgáfa atvinnufyrirtækja og félaga 11,3 milljörðum. Engin útgáfa var meðal sveitarfélaganna í mánuðinum samkvæmt gögnunum.
Útgáfa getur sveiflast nokkuð milli mánaða og því getur verið gagnlegt að skoða þróun milli ársfjórðunga. Á fyrsta fjórðungi ársins nam skuldabréfaútgáfa alls 114 milljörðum króna en verðtryggð skuldabréf námu 62 milljörðum króna þar af og óverðtryggð 52 milljörðum. Á sama tímabili á síðasta ári nam útgáfa alls 109 milljörðum, þar af 68 milljarðar verðtryggðra skuldabréfa og 42 milljarðar óverðtryggðra.
Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.