Gísli ráðinn framkvæmdastjóri varúðareftirlits

Gísli Óttarsson.
Gísli Óttarsson. Ljósmynd/Aðsend

Gísli Óttarsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra varúðareftirlits Seðlabanka Íslands, en staðan var auglýst laus til umsóknar í febrúar síðastliðnum.

Gísli hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands frá því í september 2022 og frá janúar 2023 var hann settur framkvæmdastjóri varúðareftirlits í kjölfar skipulagsbreytinga á fjármálaeftirlitssviðum bankans, að því er segir í tilkynningu á vef Seðlabankans. 

Gísli hóf störf í Seðlabankanum í árslok 2020 sem áhættustjóri bankans. Hann var framkvæmdastjóri áhættustýringar Arion banka frá 2009-2020, en var áður forstöðumaður í áhættustýringu Kaupþings banka frá 2006-2008. Frá 1994 til 2006 var hann stjórnandi í hugbúnaðarþróun Mechanical Dynamics Inc í Bandaríkjunum. Gísli er með BS-gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands, MS-gráðu í hagnýtri aflfræði og doktorsgráðu í vélaverkfræði frá University of Michigan, auk þess að vera með próf í verðbréfaviðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK