Halda áfram að efla tekjugrunn félaganna

Breiðablik og Valur leika í Bestu deild kvenna. Lið í …
Breiðablik og Valur leika í Bestu deild kvenna. Lið í deildinni fá 2,3 milljónir króna á ári en lið í Bestu deild karla fá rúmar tuttugu milljónir króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir breytingar á efstu deild karla og kvenna í fótbolta á síðasta ári, þar sem tekjustofnum deildarinnar var fjölgað og umgjörð breytt þannig fimm leikir bættust við með úrslitakeppni að hausti, heldur Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna, áfram að efla tekjugrunn félaganna.

Deildirnar heita núna Besta deild karla og kvenna en áður voru þær kenndar við stuðningsaðila deildarinnar hverju sinni, síðast Pepsi Max.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að Steypustöðin, Lengjan, Unbroken og Eittsett (frá Nóa-Síríusi) séu áfram aðalstuðningsaðilarnir. Auk þess er Pepsi Max frá Ölgerðinni opinber drykkur deildanna.

Gekk vel í fyrra

„Heilt yfir gekk þetta mjög vel í fyrra. Við erum að vinna í fleiri réttindapökkum til að auka tekjurnar. Þar á meðal sölu á pökkum til Wyscout sem er ráðandi fyrirtæki í að vinna skýrslur og tölfræði upp úr sjónvarpsupptökum af leikjum. Félögin kaupa upptökurnar til baka og nýta þær til að leikgreina, skoða leikmenn og fleira,“ segir Birgir.

Hann segir að réttindapakki sem þessi sé ekki stór tekjupóstur en það safnist þegar saman kemur.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK