Jón Haukur nýr rekstrarstjóri SSP á Íslandi

Jón Haukur Baldvinsson er nýr rekstrarstjóri SSP á Íslandi.
Jón Haukur Baldvinsson er nýr rekstrarstjóri SSP á Íslandi.

Jón Haukur Baldvinsson er nýr rekstrarstjóri SSP á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í veitingarekstri á flugvöllum, en Jón Haukur mun leiða opnun Jómfrúnnar og Elda Bistro fyrir hönd SSP á Keflavíkurflugvelli. 

SSP rekur fræg vörumerki á við Starbucks, Burger King og M&S á erlendum flugvöllum, en þau reka um 2600 veitingaeiningar á flugvöllum og lestarstöðvum um allan heim.

Á bistro staðnum Elda verður boðið verður upp á fjölbreyttan matseðil alþjóðlegra rétta en með íslensku ívafi á meðan Jómfrúin færir upplifunina og matseðilinn sem margir þekkja og elska úr miðbæ Reykjavíkur inn á flugstöðina.

Jón Haukur er ekki ókunnugur rekstri eldhúsa og veitingastaða, en hann hefur áður starfað hjá Landspítalanum, Icelandair, Jamie Oliver, Coca-Cola European Partners og Icelandic Glacial og hefur unnið fjölbreytt störf sem snéru meðal annars að rekstri, markaðsmálum og uppbyggingar- og breytingastjórnun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK