Lítilsháttar tekjuaukning milli ára

Hagnaður Símans dróst saman um 500 m.kr.
Hagnaður Símans dróst saman um 500 m.kr. Haraldur Jónasson/Hari

Tekjur Símans jukust lítillega á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs, um 3,4%, og námu 6,3 mö. kr. að því er fram kemur í uppgjöri félagsins sem birt var í gær. EBITDA-hagnaður félagsins stóð í stað á milli ára og nam um 1,3 mö. kr. Hagnaður dróst þó saman um 500 m.kr. vegna mikilla fjárfestinga í sjónvarpsefni og tækni sem félagið segir að muni styðja við tekjuvöxt til lengri tíma. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að kostnaður hafi aukist milli ára með samningsbundnum launahækkunum og hröðum afskriftum af fjárfestingum og birgjasamningum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK