Tæpur þriðjungur frá innlendum fataverslunum

Erlend netverslun Íslendinga eykst á ný.
Erlend netverslun Íslendinga eykst á ný. Ljósmynd/Colourbox

Landsmenn keyptu vörur frá erlendum netverslunum fyrir tæpa tvo milljarða króna í mars síðastliðinn. Þar af voru rúmar 850 milljónir króna vegna fataverslunar.

Til samanburðar keyptu landsmenn vörur frá innlendum netverslunum fyrir rúma 3,6 milljarða króna á samatímabili. Þar af voru rúmar 250 milljónir króna vegna fataverslunar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Mest aukning á matvöru

Vísitala erlendrar netverslunar hækkar um 8% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 9,1%.

Mest var aukningin á milli ára í erlendri netverslun með matvöru eða 74,7% og netverslun með vörur frá lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslunum erlendis frá jókst um 70%. Í flokki áfengisverslunar var 11,8% aukning á milli ára og erlend netverslun með fatnað jókst um 5,4% á milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK