Finnur Oddson, forstjóri Haga, segir allt síðasta rekstrarár fyrirtækisins hafa markast af veikingu gengi krónunnar og fordæmalausum verðhækkunum frá birgjum. Fyrirtækið Hagar á og rekur meðal annars matvöruverslanir Hagkaupa og Bónus auk annarra verslana og fyrirtækja.
Fram kemur í ársuppgöri Haga að framlag fyrirtækisins í baráttunni við verðbólguna verið að fleyta ekki kostnaðarverðshækkunum á fullum þunga út í vöruverð. Með aukinni hagkvæmni í rekstri og innkaupum hafi tekist að lækka framlegðarhlutfall, sem er mismunur á kostnaði og tekjum, í dagvöru og séu lágvöruverslanir Bónus fremstar í baráttu gegn verðbólgu í matvöru hér á landi, segir Finnur í uppgjörinu.
Þrátt fyrir verðbólgu baráttu Haga má sjá miklar hækkanir á vöruverði. Tekjur Haga hafa á sama tíma aukist um 19 prósent á síðasta ársfjórðungi og segir Finnur í ársuppgjörinu að það einkennist einna helst af vexti í sölu á dagvöru, en sú sala hækkaði um ríflega 11% á ársfjórðungnum.
Þá kemur fram að afkomuspá stjórnenda gerir ráð fyrir að EBITDA (afkoma fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta) samstæðunnar á rekstrarárinu 2023/24 verði á bilinu 11.000-11.500 m.kr.