Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 1,5 prósent milli febrúar mars, en það er mesta hækkun íbúðaverðs síðan í júní. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitala íbúðaverðs hækkar.
Þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að íbúðaverð hækki milli ára, á næstu árum en gera ráð fyrir að hækkunin verði ekkert í líkingu við þær sem urðu síðastliðinn tvö ár. Landsbankinn segir hækkunina óvænta en að hún bendi til þess að stýrivaxtahækkanir muni halda áfram á næstunni.
Vísitalan hækkaði einnig í febrúar, en þar áður, í nóvember, desember og janúar, varð lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan undir lok árs 2009.
„Ljóst er að enn er líf á íbúðamarkaði, þrátt fyrir snarpar vaxtahækkanir og verðbólga hjaðnar hægar en við gerðum ráð fyrir. Kaupsamningum fjölgaði bæði í febrúar og mars og alls voru 485 kaupsamningar undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í mars.“ segir í Hagsjá Landsbankans.