Rakel ráðin í stöðu regluvarðar

Rakel Ásgeirsdóttir.
Rakel Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Íslandsbanki hefur ráðið Rakel Ásgeirsdóttur í stöðu regluvarðar hjá bankanum. Hún hefur starfað hjá Íslandsbanka sem sérfræðingur á sviði Innri endurskoðunar frá 2016.

Rakel tekur við starfinu af Rut Gunnarsdóttur sem gegnt hefur starfinu frá 2015 og sagði starfinu lausu í mars, að því er segir í tilkynningu. 

Áður en Rakel kom til starfa hjá Íslandsbanka fyrir sjö árum síðan starfaði hún sem saksóknarfulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara og héraðssaksóknara.

Rakel hefur lokið BA gráðu og meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, er með lögmannsréttindi og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Þá stundar hún meistaranám í fjármálum fyrirtækja, segir enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK