Telur ólíklegt að íslensk flugfélög fái sérmeðferð

Afar ólíklegt er að Evrópusambandið fáist til að veita íslenskum …
Afar ólíklegt er að Evrópusambandið fáist til að veita íslenskum flugfélögum sérmeðferð á grundvelli staðsetningar landsins. Kristinn Magnússon

Kolefnisskattur Evrópusambandsins á flugfélögin vofir yfir íslensku flugfélögunum og skekkir samkeppnisstöðu þeirra miðað við félög utan Evrópu, til dæmis bandarísku flugfélögin.

Þetta segir Hans Jörgen Elnæs, norskur fluggreinandi, í viðtali við Flugvarpið – hlaðvarpsþátt um flugmál. Hann telur það afar ólíklegt að Evrópusambandið fáist til að veita íslenskum flugfélögum sérmeðferð á grundvelli staðsetningar landsins. Það myndi að hans mati veikja um of stefnu sambandsins málinu.

Aðspurður um horfur í rekstri íslensku flugfélaganna segir Hans Jörgen þó að í vændum geti verið einkar góð vertíð fyrir íslensku flugfélögin. Allt útlit sé fyrir að eftirspurn eftir flugsætum á Atlantshafinu í sumar verði umfram framboð og því mikilvægt fyrir bæði Play og Icelandair að nýta vel slíkar aðstæður til að hámarka tekjur sínar. Það sé einkum mikilvægt fyrir nýtt félag eins og Play til að fara inn í næsta vetur með nægt lausafé, þegar kostnaður mögulega eykst og tekjur minnka.

Hans Jörgen segir mikilvægt að flugfélögin stækki í takt við aukna eftirspurn, en auki ekki framboðið of mikið. Þá telur hann að ferðaþjónustan á Íslandi þurfi að fara varlega í kostnaðarhækkunum, því það sé ekki eingöngu flugfarmiðinn sem ferðalangar horfa til þegar áfangastaður er valinn, heldur heildarkostnaður við ferðalagið, gistingu, mat og fleira.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK