Eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum hafa lagt hald á eignir á First Republic Bank (FRB) í Kaliforníu en bankinn verður keyptur af JPMorgan Chase.
Um er að ræða næst stærsta gjaldþrot banka í sögu Bandaríkjanna.
Hlutabréf í FRB hafa verið í frjálsu fall síðan bankinn tilkynnti í síðustu viku að innlán bankans hafi minnkað um 100 milljarða bandaríkjadala (13.625 milljarða króna) á fyrsta ársfjórðungi ársins.
Fjármálaeftirlitið í Kaliforníu gerði samning þess efnis að Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bandaríkjunum, FDIC, myndi taka við FRB og bankinn yrði strax í kjölfarið seldur JPMorgan Chase.
FDIC áætlar að það muni kosta um 13 milljarða dollara að mæta tapi First Republic.
Tveir mánuðir eru síðan að Silicon Valley bankinn fór á hausinn en í mars keypti Svissneski bankinn UBS Credit Suisse, samkeppnisaðila sinn, en sá síðarnefndi var talinn vera á barmi gjaldþrots.
Eignir First Republic voru metnar á 233 milljarða dollara (31.746 milljarða króna) í loks mars sem gerir fall bankans það næst hæsta í sögu Bandaríkjanna – séu fjárfestingarbankar eins og Lehman bræður ekki teknir með.
Toppar það þó ekki gjaldþrot Washington Mutual bankans í fjármálakreppunni árið 2008.
Fréttin hefur verið uppfærð.