Björn Berg lætur af störfum hjá Íslandsbanka

Björn Berg Gunnarsson hefur mikið fjallað um fjármál heimila í …
Björn Berg Gunnarsson hefur mikið fjallað um fjármál heimila í fjölmiðlum.

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, hefur látið af störfum í bankanum og mun hefja sjálfstæðan rekstur. Hann hefur starfað hjá Íslandsbanka í 16 ár, fyrst í ráðgjöf í eignastýringu og síðar sem fræðslustjóri í um áratug. Þá stýrði hann síðar greiningardeild bankans.

„Ég hef í nokkurn tíma gengið með þá hugmynd í maganum að starfa við ráðgjöf og námskeiðahald og ætla nú að einbeita mér að því,“ segir Björn Berg í samtali við Morgunblaðið aðspurður um þetta tilefni.

Sem fræðslustjóri Íslandsbanka byggði Björg Berg upp umsvifamikla fræðslustarfsemi bankans, sem meðal annars fólst í útgáfu á efni og fræðslufundum sem hafa verið vel sóttir. Fræðslufundirnir hafa meðal annars fjallað um sparnað, lífeyrismál, skuldir og fleira.

„Það má segja að ég hefi náð öllum mínum markmiðum hjá bankanum, sem meðal annars felast í því að byggja upp fræðslustarf og greiningardeild sem hefur mikið til málanna að leggja þegar kemur að því að fjalla um viðskipti og efnahagsmál í víðu samhengi,“ segir Björn Berg. Hann tekur hins vegar fram að það megi fyrst og fremst þakka stjórnendum og starfsfólki bankans sem hafi lagt mikið af mörkum og lagt áherslu á uppbyggingu fræðslustarfsemi bankans.

Nánar er rætt við Björn Berg í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka