Karl Wernersson byggir verksmiðju í Þorlákshöfn

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Karl Wernerson, stofnandi Kamba, handssala …
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Karl Wernerson, stofnandi Kamba, handssala byggingarstaðinn og fyrirhugað útlit verskmiðjunnar.

Kambar byggingarvörur áforma að reisa nýja verksmiðju sem framleiðir glugga og hurðir í Þorlákshöfn á næstunni, en félagið segist vilja koma á fót einni fullkomnustu verksmiðju í Evrópu, m.a. með tilliti til kolefnisspors. Það er athafnarmaðurinn Karl Wernersson sem er stofnandi Kamba, en félagið varð til með sameiningu Samverks glerverksmiðju, Trésmiðjunnar Barkar, Gluggasmiðjunnar Selfossi og Sveinatungu.

Handsöluðu þeir Karl og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, byggingaráformin núna nýlega. Kambar byggingarvörur ehf. er í rúmlega 90% eigu félagsins Vetro ehf., en það félag er að fullu í eigu Faxa ehf., eignarhaldsfélags í eigu Karls.

„Við sáum þarna mikið tækifæri til hagræðingar og lækkun á kolefnisspori í byggingariðnaðinum með því að sameina öll þessi fyrirtæki. Með því að sameina alla okkar framleiðslu í glugga- og hurðasmíði á einum stað, með einni fullkomnustu verksmiðju í Evrópu, þá náum við bæði þeim árangri að lækka kolefnissporið verulega fyrir byggingariðnaðinn og að vera með íslenska framleiðslu á algjörlega samkeppnishæfu verði gagnvart innfluttri vöru,“ er haft eftir Karli í tilkynningu frá félaginu.

Plastnotkun í lágmarki og mikil sjálfvirkni

Er meðal annars vísað til þess að staðsetningin í Þorlákshöfn sé valin þannig að stutt sé í vöruflutningahöfn fyrir aðföng og að viðurinn sé sérvalinn úr nytjaskógum í Skandinavíu. Þá verður mikil sjálfvirkni í verksmiðjunni þar sem gluggarnir verða afhentir fullbúnir og glerjaðir fyrir byggingariðnaðinn. Þá á úrgangur að vera í lágmarki og plastnotkun hætt þar sem því er komið við.

„Mun minna kolefnisspor verður fyrir byggingariðnaðinn við að Kambar flytji hráefnið til landsins og framleiði hér á landi með íslensku rafmagni en að flytja inn tilbúna og plássfreka vöru sem í flestum tilfellum væri framleidd með óhreinni orku,“ segir í tilkynningunni.

Stærsta húsið í Þorlákshöfn

Haft er eftir Elliða í tilkynningunni að Kambar verði ekki eingöngu öflugur atvinnurekandi, því húsnæðið verði eitt af kennileitum bæjarins, því um stærsta hús Þorlákshafnar verður að ræða.

Teikning sem sýnir nýja húsið sem Kambar ætla að byggja …
Teikning sem sýnir nýja húsið sem Kambar ætla að byggja við Þorlákshöfn.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK