Töluverðar lækkanir hafa átt sér stað á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í morgun. Marel, sem birti uppgjör fyrir fyrsta ársfjórung í gær, hefur lækkað um rúm 14% það sem af er degi. Þá hefur Festi, sem einnig birti uppgjör í gær, lækkaði um 7,3% það sem af er degi. Bæði uppgjörin ollu vonbrigðum meðal fjárfesta.
Gengi bréfa í Alvotech hefur lækkað um 3,7%, í Reitum um 3,6% og Eik um 3,4%.
Þegar þetta er skrifað, um kl. 10.30, hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 6,2%.
Það eru þó ekki mikil viðskipti á bakvið fyrrnefndar lækkanir. Viðskipti með bréf í Marel nema tæplega 800 milljónum króna, viðskipti með bréf í Festi um 70 milljónum og í Alvotech um 65 milljónum króna.
Ekkert félag í Kauphöll hefur hækkað það sem af er degi.