Blóm handa mömmu, skyndi­biti og kyn­líf­stæki

Elisabeth Stenersen, framkvæmdastjóri Wolt í Noregi og á Íslandi. Breitt …
Elisabeth Stenersen, framkvæmdastjóri Wolt í Noregi og á Íslandi. Breitt úrval vara og veitinga bjóðast heimsendar með lausnum fyrirtækisins. mbl.is/Árni Sæberg

Alþjóðlega sendifyrirtækið Wolt hefur nú hafið þjónustu sína á Íslandi. Fyrst um sinn verður þjónustan aðgengileg í póstnúmerum 101 til 108 í Reykjavík, á Seltjarnarnesi og í Kópavogi. Hægt verður að fá hjálpartæki ástarlífsins, skyndibita og blóm handa mömmu send heim að dyrum. 

Wolt er finnskt fyrirtæki og þjónustaði hingað til öll Norðurlöndin nema Ísland. Fyrirtækið starfar nú í 25 löndum. 

„Fólk getur pantað fjölda ólíkra vara með Wolt og fengið þær sendar heim að dyrum 30-40 mínútum síðar. Allt frá blómum og réttum af veitingastöðum til raftækja og matvara. Þegar er hægt að panta úr bakaríi hjá Wolt og fljótlega bætist við fiskbúð. Einn vinsælasti vöruflokkurinn hjá Wolt á heimsvísu eru hjálpartæki ástarlífsins en þau er einnig að finna í íslenska appinu,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Þá muni þjónustan hafa góð áhrif á hverfisverslanir og verslanir í nágrenni viðskiptavina þar sem að sendlar Wolt sæki vörur á þann stað sem er nærst viðskiptavinum. Sendingargjald hjá Wolt verður lágmark 499 krónur en að meðaltali er gjaldið sagt undir þúsund krónum. 

Elisabeth Stenersen, framkvæmdastjóri Wolt í Noregi og á Íslandi, segist sannfærð um að Wolt muni geta veitt Íslendingum framúrskarandi þjónustu á viðráðanlegu verði. 

Þegar hafa hundrað fjölbreytt fyrirtæki skráð sig hjá þjónustunni en frekari upplýsingar má sjá með því að smella hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK