5.400 milljarða samningur

AFP

Írska flug­fé­lagið Ry­ana­ir hef­ur pantað 300 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX fyr­ir um 40 millj­arða doll­ara, sem nem­ur um 5.400 millj­örðum kr. 

Samn­ing­ur Ry­ana­ir og banda­ríska flug­véla­fram­leiðand­ans Boeing er einn sá stærsti í sögu fé­lags­ins og er til marks um upp­sveiflu í rekstri flug­fé­laga og ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja. 

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu hef­ur Ry­ana­ir samþykkt að kaupa 150 vél­ar auk þess sem það hef­ur mögu­leika á að fá 150 MAX-vél­ar í viðbót en þær vél­ar þykja mjög spar­neytn­ar. 

Ry­ana­ir seg­ir að þetta sé stærsta pönt­un á banda­rísk­um fram­leiðslu­vör­um sem írskt fyr­ir­tæki hef­ur nokkru sinni lagt fram. 

AFP

Stefnt er á að af­henda vél­arn­ar á ára­bil­inu 2027 til 2033. Fram kem­ur í um­fjöll­un AFP að venju­lega semji flug­fé­lög um af­slátt af lista­verði, ekki síst þegar um svo stór­ar pant­an­ir er að ræða. 

Ry­ana­ir tek­ur þó fram að svo gæti farið að samn­ing­ur­inn verði bor­inn und­ir hlut­hafa fé­lags­ins á ár­leg­um aðal­fundi sem fer fram í sept­em­ber. Það yrði þá gert í ljósi um­fangs og stærðar sam­komu­lags­ins. 

Samn­ing­ur­inn þykir sér­stak­lega góð tíðindi fyr­ir Boeing sem hef­ur átt und­ir högg að sækja í kjöl­far kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og eft­ir að 737 MAX-vél­arn­ar voru kyrr­sett­ar í kjöl­far tveggja mann­skæðra flug­slysa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK