Íslendingar tengdu við Icelandverse

Magnús Magnússon og Egill Þórðarson hjá auglýsingastofunni Peel hafa langa …
Magnús Magnússon og Egill Þórðarson hjá auglýsingastofunni Peel hafa langa reynslu af landkynningarverkefnum. Þeir segja árangurinn af Ísland – saman í sókn vera lyginni líkastan, en verkefnið var til þriggja ára. Kristinn Magnússon

Ísland – saman í sókn, landkynningarverkefni stýrt af Íslandsstofu sem auglýsingastofan Peel vann í samstarfi við alþjóðlegu auglýsingastofuna M&C Saatchi, er nú að renna sitt skeið eftir þriggja ára starf.

Peel fékk verkefnið á sínum tíma eftir útboð á Evrópska efnahagssvæðinu. Fimmtán stofur bitust um samninginn sem var til eins árs með möguleika á tveggja ára framlengingu.

Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Peel, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að verkefnið hafi slegið öll met hvort sem litið sé til árangurs eða alþjóðlegra verðlauna. Niðurstaðan sé í raun lyginni líkust. Átta herferðir hafi farið í loftið, auglýsingabirtingar hafi talið tíu milljarða og sex milljarða virði af fjölmiðlaumfjöllun hafi verið tryggð.

Hlaut Effie-verðlaunin

Of langt mál yrði að telja upp öll þau verðlaun sem herferðirnar hafa hlotið en síðast fékk stofan hin virtu bandarísku Effie-markaðsverðlaun fyrir Icelandverse, þar sem leikarinn Jörundur Ragnarsson fer með hlutverk Marks Zuckerbergs, forstjóra Meta, og Andy-verðlaunin fyrir Outhorse Your Email. Þar var fólki boðið að láta íslenskan hest svara tölvupóstum fyrir sig.

Icelandverse, þar sem leikarinn Jörundur Ragnarsson fer með hlutverk Marks …
Icelandverse, þar sem leikarinn Jörundur Ragnarsson fer með hlutverk Marks Zuckerbergs, forstjóra Meta, hlaut Effie-markaðsverðlaunin.

Að sögn Magnúsar varð Icelandverse sú herferð sem Íslendingar tengdu hvað mest við og vakti jákvæðustu viðbrögðin innanlands.

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka