Ekkert verður úr kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í leigufélaginu Heimstaden. Morgunblaðið greindi frá því í nóvember sl. að Heimstaden ætti í viðræðum við lífeyrissjóðina um möguleg kaup á félaginu. Miðað við eignasafn félagsins má ætla að fjárfesting sjóðanna hefði þá verið um 30 milljarðar króna.
Viðræðum Heimstaden við lífeyrissjóðina lauk þó án niðurstöðu. Heimstaden hefur í kjölfarið tekið ákvörðun um að minnka eignasafn sitt hér á landi. Félagið á um 1.700 íbúðir á Íslandi, en tæplega helmingur þeirra er á höfuðborgarsvæðinu.
„Viðskiptamódel okkar krefst stærðarhagkvæmni og stefna Heimstaden á öllum mörkuðum er að vinna með öflugum stofnanafjárfestum til langs tíma,“ segir Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi, í samtali við ViðskiptaMoggann í dag.
Hægt er að lesa nánari umfjöllun þar.