Marel hefur fært eigendum sínum mikla arðsemi

Þórður Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður í Eyri Invest.
Þórður Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður í Eyri Invest. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við litum á þetta sem fjárfestingu til lengri tíma,“ segir Þórður Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Eyris Invest, aðspurður um stöðu Marels í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Ekki verður hjá því komist að fjalla um stöðu Marels, enda tengja margir félögin saman þar sem Eyrir er stærsti hluthafinn í félaginu og Árni Oddur Þórðarson, sonur Þórðar, forstjóri félagsins.

Marel hefur farið í gegnum ólgusjó sem meðal annars endurspeglast í gengi hlutabréfa í félaginu. Það má þó heyra á Þórði að sveiflur á gengi bréfa hreyfa ekki mikið við honum enda eldri en tvævetur í heimi fjárfestinga og rekstrar.

Vaxið um 20% á ári

„Marel er vaxtarfyrirtæki og hefur vaxið yfir 20% á ári að meðaltali frá stofnun. Velta þessara fyrirtækja var ekki mikil þegar við komum að þeim fyrst en við töldum frá upphafi að þau myndu vaxa gífurlega á komandi árum. Það hafa þau svo sannarlega gert og fært eigendum sínum öllum mikla arðsemi,“ segir Þórður í viðtalinu og rifjar upp að velta Marels hafi verið um 100 milljónir evra þegar Eyrir Invest fjárfesti í félaginu fyrir um tuttugu árum en sé nú um 1,7 milljarðar evra.

Í viðtalinu er einnig rætt um þær breytingar sem nú verða á stjórn Eyris Invest og starfsemi félagsins, um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum, stöðuna í efnahagsmálum, alþjóðaviðskipti, gjaldmiðla og fleira.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK