Methagnaður hjá eiganda Arctic Fish

Frá eldi Arctic Fish í Dýrafirði. Félagið skilaði jákvæðri rekstrarniðurstöðu …
Frá eldi Arctic Fish í Dýrafirði. Félagið skilaði jákvæðri rekstrarniðurstöðu sem nam 858 miljjónum króna, en methagnaður varðð hjá móðurfélaginu. Ljósmynd/Ágúst Atlason

Arctic Fish framleiddi 4.866 tonn af eldislaxi á fyrsta ársfjórðungi og námu tekjur félagsins 10,3 milljónum, en það er jafnvirði rúmlega 1.550 milljóna íslenskra króna. Rekstrarniðurstaða Arctic Fish var 5,7 milljónir evra fyrir skatt og fjármagnsliði, jafnvirði rúmlega 858 milljóna íslenskra króna.

Þetta má lesa í uppgjöri norska fiskeldisrisans Mowi, sem er eigandi Arctic Fish.

Mowi skilaði methagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Í tilkynningu til kauphallarinnar í Osló kemur fram að hagnaður ársfjórðungsins hafi verið 322 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 48 milljarða íslenskra króna, en hagnaður á sama tímabili á síðasta ári nam 207 milljónum evra.

Samhliða methagnaði var metvelta hjá félaginu og nam hún 1.362 milljónum evra sem er jafnvirði 205 milljarða íslenskra króna.

Mowi skilaði methagnaði á fyrrsta ársfjórðungi.
Mowi skilaði methagnaði á fyrrsta ársfjórðungi. Ljósmynd/Mowi

Mowi framleiddi 103 þúsund tonn af laxi á fyrsta ársfjórðungi en áætlanir gerðu ráð fyrir 98 þúsund tonnum. Félagið starfrækir eldi í Noregi, Skotlandi, Írlandi, Íslandi, Færeyjum, Kanada og Síle.

Mowi er stærsti framleiðandi á eldislaxi í heiminum og nam framleiðsla félagsins í fyrra 464 þúsund tonnum sem var met í sögu Mowi en gert er ráð fyrir að framleiðsla ársins 2023 verði 484 þúsund tonn.

Hátt verð

„Hátt verð og frábær rekstrarframmistaða hjá 11.500 samstarfsmönnum mínum í 25 löndum um allan heim gerðu fyrsta ársfjórðunginn besta ársfjórðung Mowi frá upphafi. Samanborið við fyrsta ársfjórðung í fyrra erum við að standa okkur betur á öllum mælikvörðum,“ er haft eftir Ivan Vindheim, forstjóra Mowi, í tilkynningunni.

„Markmið Mowi er að halda áfram að auka markaðshlutdeild í laxaflokknum á næstu árum með því að auka eldismagn okkar,“ segir Vindheim.

Verð á laxi er enn hátt og nam meðalverð á mörkuðum í síðustu viku 111,69 norskum krónum á kíló samkvæmt laxavísitölu Nasdaq, jafnvirði 1.461 íslenskrar krónu. Það er 1,45% hærra verð en var vikuna á undan, 0,18% hærra en fjórar vikur á undan og 22,68% hærra verð en tólf vikum á undan.

Ivan Vindheim, forstjóri Mowi.
Ivan Vindheim, forstjóri Mowi. Ljósmynd/Mowi

Harma fyrirhugaðan skatt

Í tilkynningunni er vakin athygli á að norska ríkisstjórnin hafi 28. mars síðastliðinn lagt fyrir Stórþingið tillögu að nýjum skatti á sjókvíaeldi, svokallaða grunnleigu. Þar voru gerðar nokkrar breytingar á þeim tillögum sem kynntar voru í september í fyrra. Er nú lögð til grunnleiga sem nemur 35% í stað þeirra 40% sem upphaflega var lagt upp með.

Fullyrðir Mowi að samþykkt frumvarpsins myndi verða til þess að jaðarskattur á sjókvíaeldi myndi nema 57%, s.s. grunnleiga auk tekjuskatti lögaðila. Jafnframt að skatturinn gæti orðið allt að 75% ef tekið er tillit til auðlegðarskatts.

„Þetta er algjörlega óhóflegt og samrýmist ekki yfirlýstum vaxtarmetnaði norsku ríkisstjórnarinnar fyrir greinina. Verði þetta samþykkt af þinginu mun nýja skattafyrirkomulagið vera gríðarlega skaðlegt fyrir norska fiskeldið,“ segir Vindheim í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK