Ásgeir tekur við af Grétu hjá Arctic Adventures

Ásgeir Baldurs, nýr forstjóri Arctic adventures.
Ásgeir Baldurs, nýr forstjóri Arctic adventures. Ljósmynd/Aðsend

Ásgeir Bald­urs hef­ur verið ráðinn í starf for­stjóra ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Advent­ur­es. Gréta María Grét­ars­dótt­ir, sem gegnt hef­ur starf­inu síðan í des­em­ber 2021, hef­ur sagt upp störf­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Þar kem­ur jafn­framt fram að stjórn fé­lags­ins þakki Grétu Maríu fyr­ir henn­ar fram­lag fyr­ir fé­lagið og óski henni velfarnaðar á nýj­um vett­vangi. Ásgeir mun hefja störf á næstu dög­um.

Ásgeir hef­ur víðtæka reynslu úr at­vinnu­líf­inu, bæði sem stjórn­andi, ráðgjafi, fjár­fest­inga­stjóri og stjórn­ar­maður. Hann hef­ur m.a. verið for­stjóri VÍS, fjár­fest­inga­stjóri TM, for­stöðumaður í fyr­ir­tækjaráðgjöf Kviku og for­stöðumaður sér­hæfðra fjár­fest­inga hjá Kviku.

Arctic Advent­ur­es skipu­legg­ur, sel­ur og sér um fram­kvæmd ferða og afþrey­ing­ar um allt land. Ársvelta fé­lags­ins var um 5,2 millj­arðar króna í fyrra. Helstu dótt­ur­fé­lög Arctic Advent­ur­es eru Into the Glacier, Lava Tunn­el og Your Day Tours. 

Stærstu hlut­haf­ar Arctic Advent­ur­es eru fjár­fest­inga­fé­lagið Stoðir með 35% hlut,  Icelandic Tourism Fund, fram­taks­sjóður í rekstri Lands­bréfa, með 20% hlut og Freyja, fram­taks­sjóður á veg­um Kviku eign­a­stýr­ing­ar, með 16% hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK