Te & kaffi setur húsnæði sitt á sölu

Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og kaffi.
Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og kaffi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaffi­húsa­keðjan og kaffifram­leiðand­inn Te & kaffi hef­ur sett skrif­stofu­hús­næði sitt við Stapa­hraun 4 í Hafnar­f­irði á sölu. Guðmund­ur Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Te & kaffi seg­ir ástæðuna vera þá að tölu­verð breyt­ing hafi orðið á kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

„Við erum far­in að út­vista meira, þá sér­stak­lega fram­leiðslu á meðlæti fyr­ir kaffi­hús­in. Við erum í sam­starfi við fjöl­marga aðila, eins og til dæm­is hand­verks­baka­ríið Brikk og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Álfa­sögu. Það hef­ur ekki verið kaffifram­leiðsla í þessu hús­næði í 15 ár og þetta er í dag aðeins skrif­stofu­hús­næði,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að ef Covid-19 far­ald­ur­inn hafi kennt okk­ur eitt­hvað hafi það verið að fólk í slík­um störf­um geti í raun unnið hvar sem er. Auk þess vinni fólkið sem sinn­ir ut­an­um­haldi kaffi­húsa oft á kaffi­hús­un­um sjálf­um.

„Við áttuðum okk­ur einn dag­inn á því að við vor­um aðeins átta manns á skrif­stof­unni í 600 fer­metra hús­næði. Hús­næðið er ein­fald­lega allt of dýrt fyr­ir svo fáar mann­eskj­ur og því ákváðum við að selja. Það hef­ur átt sér stað mik­il breyt­ing í rekstr­in­um á und­an­förn­um miss­er­um og við erum að bregðast við því.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag, 11. maí. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK