Felur í sér eignarnám og er andstætt stjórnarskrá

Sjóðirnar segja að áform Bjarna Benediktssonar fjarmálaráðherra byggi m.a. á …
Sjóðirnar segja að áform Bjarna Benediktssonar fjarmálaráðherra byggi m.a. á ófullnægjandi greiningu á lagalegum og fjárhagslegum þáttum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áform fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um laga­setn­ingu er varðar slit og upp­gjör á ÍL-sjóði byggja á ófull­nægj­andi grein­ingu á laga­leg­um og fjár­hags­leg­um þátt­um og fela í sér til­raun til að sniðganga fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar rík­is­ins.

Fyr­ir­huguð lög­gjöf fæli í sér eign­ar­nám, væri and­stæð stjórn­ar­skrá og til þess fall­in að baka ís­lenska rík­inu skaðabóta­skyldu sem kynni að hafa í för með sér veru­leg viðbótar­fjárút­lát af hálfu rík­is­sjóðs í formi drátt­ar­vaxta og kostnaðar.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í at­huga­semd­um tutt­ugu líf­eyr­is­sjóða við áforma­skjal ráðherra sem birt hef­ur verið í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Gætu raskað jafn­vægi á fjár­mála­markaði með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um

Þá seg­ir, að í at­huga­semd­um líf­eyr­is­sjóðanna tutt­ugu, sem LOGOS lög­mannsþjón­usta sendi í sam­ráðsgátt­ina í dag, komi jafn­framt fram að áform fjár­mála- og efna­hags­ráðherra séu til þess fall­in að kasta rýrð á orðspor ís­lenska rík­is­ins og trú­verðug­leika á fjár­mála­markaði.

Þau gætu raskað jafn­vægi á fjár­mála­markaði með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um fyr­ir eigna­verð og hags­muni fjár­festa.  Áform ráðherra séu því illa ígrunduð og geti kostað ríkið um­tals­verðar fjár­hæðir auk lang­dreg­inna mála­ferla bæði inn­an­lands og er­lend­is.

At­huga­semd­irn­ar eru sett­ar fram í sam­ráðsgátt stjórn­valda vegna áforma­skjals ráðherra. Og það má einnig sjá hér fyr­ir neðan. 

Sam­an­tekt helstu at­huga­semda tutt­ugu líf­eyr­is­sjóða við áforma­skjal fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um laga­setn­ingu til slita og upp­gjörs á ÍL-sjóði, sbr. mál nr. 78/​2023, sem birt var í sam­ráðsgátt stjórn­valda þann 31. mars sl.

  • Um­fjöll­un í áforma­skjali um „ein­falda“ ábyrgð ís­lenska rík­is­ins á skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs er vill­andi. Óháð ábyrgðarform­inu ber ís­lenska ríkið ábyrgð á öll­um skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs. Eng­in heim­ild stend­ur til þess í skil­mál­um skulda­bréf­anna eða að gild­andi lög­um, sem áform ráðherra fela í sér, að skuld­ar­inn eða ábyrgðar­maður­inn, ís­lenska ríkið, kalli fram upp­gjör á skuld­bind­ing­um sjóðsins og ábyrgðar­skuld­bind­ing­um fyr­ir þann tíma sem skil­mál­ar skulda­bréf­anna gera ráð fyr­ir og komi sér þannig hjá greiðslu vaxta af skulda­bréf­un­um í framtíðinni.
  • Um­fjöll­un í áforma­skjali um óvissu um efnd­ir ábyrgðar ís­lenska rík­is­ins á skulda­bréf­un­um er vill­andi. Eng­in slík óvissa rík­ir um efnd­ir ábyrgðar­inn­ar sem látið er að liggja. Við greiðslu­fall ein­stakra af­borg­ana af skulda­bréf­un­um myndu skulda­bréfa­eig­end­ur sækja greiðslur í hend­ur ís­lenska rík­is­ins, sem ábyrgðar­manns, eft­ir at­vik­um að und­an­gengn­um ár­ang­urs­laus­um fulln­ustu­úr­ræðum á hend­ur ÍL-sjóði, rétt eins og skulda­bréf­in sjálf og lýs­ing (prospect­us) þeirra gera ráð fyr­ir.
  • Eng­inn vafi leik­ur á að kröf­ur líf­eyr­is­sjóðanna til framtíðar­vaxta af skulda­bréf­un­um telj­ast til eign­ar og njóta sem slík­ar vernd­ar stjórn­ar­skrár og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Lög­gjöf sú sem áformuð er um slit á ÍL-sjóði með þeim af­leiðing­um að líf­eyr­is­sjóðirn­ir fengju upp­gjör miðað við verðbætt­an höfuðstól og áfallna vexti en færu á mis við vaxta­greiðslur til loka­gjald­daga skulda­bréf­anna fæli í sér eign­ar­nám í skiln­ingi 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Hún þyrfti því að upp­fylla skil­yrði stjórn­ar­skrár um m.a. al­menn­ingsþörf.
  • Áform ráðherra um laga­setn­ingu þjóna þeim til­gangi að losa ís­lenska ríkið und­an því að efna skýr­ar og ótví­ræðar fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar í framtíðinni. Útil­okað er að sá vandi sem ríkið stend­ur frammi fyr­ir og lýst er í áforma­skjali sé þess eðlis að kröf­ur stjórn­ar­skrár um al­menn­ingsþörf séu upp­fyllt­ar. Í dóma­fram­kvæmd Hæsta­rétt­ar eða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu eru ekki dæmi um svo víðtæka heim­ild lög­gjaf­ans til bóta­lausra eigna­skerðinga af því tagi sem hér um ræðir og við sam­bæri­leg­ar aðstæður.
  • Öfugt við það sem haldið er fram í áforma­skjali er ekki nokkr­um vafa und­ir­orpið að fyr­ir­huguð laga­setn­ing er til þess fall­in að valda skulda­bréfa­eig­end­um tjóni. Verðmæti skulda­bréf­anna ræðst af nú­virtu greiðsluflæði þeirra til loka­gjald­daga. Ef skorið er af greiðsluflæðinu, líkt og áform ráðherra gera ráð fyr­ir, með því að höfuðstóll skulda­bréf­anna ásamt áfölln­um vöxt­um og verðbót­um á ákveðnum degi er greidd­ur en annað ekki, lækk­ar verðmæti bréf­anna. Það blas­ir við.
  • Skráð markaðsverð skulda­bréf­anna í dag gef­ur ranga mynd af eig­in­legu verðmæti þeirra. Þar sem ÍL-sjóður nýt­ur ótak­markaðrar rík­is­ábyrgðar, þ.m.t. á greiðslur af skulda­bréf­un­um allt til loka­gjald­daga, væri við nú­v­irðingu rök­rétt að styðjast við ávöxt­un­ar­kröfu á verðtryggðar skuld­ir ís­lenska rík­is­ins með áþekk­an líf­tíma frem­ur en nú­ver­andi ávöxt­un­ar­kröfu á skulda­bréf­in. Þótt ávöxt­un­ar­krafa á skulda­bréf­in hafi hækkað við vill­andi yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra í tengsl­um við slit ÍL-sjóðs væri ótækt að ís­lenska ríkið nyti góðs af því við upp­gjör bréf­anna
  • Engu breyt­ir í þessu sam­hengi þótt verðbætt­ur höfuðstóll skulda­bréf­anna ásamt vöxt­um á upp­gjörs­degi sé gerður upp með af­hend­ingu eigna sem eft­ir at­vik­um kunna að skila viðtak­end­un­um ávöxt­un í framtíðinni. Hér skipt­ir öllu máli að verðmæti eign­anna sem af­hent­ar eru sé jafnt verðmæti skulda­bréf­anna á þeim degi sem upp­gjörið á sér stað. Áform ráðherra gera ekki ráð fyr­ir því. Sú þver­sögn sem felst í áforma­skjali að lög­gjöf um slit ÍL-sjóðs muni spara ís­lenska rík­inu hundruð millj­arða króna í upp­gjöri við kröfu­hafa án þess að kröfu­haf­arn­ir verði sjálf­ir fyr­ir nokkru tjóni er slá­andi.
  • Eng­in slík óvissa rík­ir um upp­gjör skuld­bind­inga ÍL-sjóðs að ástæða sé til að bregðast við með þeim hætti sem ráðgert er í áforma­skjali. Ekk­ert til­efni er held­ur til að ætla að upp­gjör, sem að óbreyttu teyg­ir sig yfir langt tíma­bil, raski stöðug­leika á fjár­mála­markaði, hvað þá að „óreiðuástand“ kunni að skap­ast líkt og látið er að liggja. Á hinn bóg­inn er full ástæða til að ætla að fyr­ir­huguð lög­gjöf um slit ÍL-sjóðs kynni að hafa ein­mitt þessi óæski­legu áhrif; með öðrum orðum að ein­hliða gjald­fell­ing skulda ÍL-sjóðs í krafti laga­setn­ing­ar­valds myndi raska jafn­vægi á fjár­mála­markaði, skapa þar óvissu og jafn­vel óreiðuástand.
  • Þá eru áform ráðherra, sem fela í sér ákvörðun um að beita laga­setn­ing­ar­valdi gagn­gert í því skyni að sniðganga fjár­hags­leg­ar samn­ings­skuld­bind­ing­ar rík­is­ins gagn­vart líf­eyr­is­sjóðum og öðrum fjár­fest­um í and­stöðu við stjórn­ar­skrá og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, eru til þess fall­in að kasta rýrð á orðspor og trú­verðug­leika ís­lenska rík­is­ins á fjár­mála­markaði.

Efni:    Slit og upp­gjör ÍL-sjóðs – at­huga­semd­ir við áform um laga­setn­ingu

  1. Al­menni líf­eyr­is­sjóður­inn, Birta líf­eyr­is­sjóður, Brú líf­eyr­is­sjóður starfs­manna sveit­ar­fé­laga, Eft­ir­launa­sjóður F.Í.A., Festa líf­eyr­is­sjóður, Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn, Gildi líf­eyr­is­sjóður, Íslenski líf­eyr­is­sjóður­inn, Líf­eyris­auki, sér­eigna­sjóður, Líf­eyr­is­sjóður banka­manna, Líf­eyr­is­sjóður Ran­gæ­inga, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna Búnað­ar­banka Íslands hf., Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, Líf­eyr­is­sjóður Tann­lækna­fé­lags Íslands, Lífs­verk líf­eyr­is­sjóður, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja, Stapi líf­eyr­is­sjóður og Söfn­un­ar­sjóður líf­eyr­is­rétt­inda (líf­eyr­is­sjóðirn­ir) hafa óskað þess að LOGOS komi á fram­færi fyr­ir sína hönd at­huga­semd­um við áform fjár­mála- og efna­hags­ráðherra (ráðherra) um laga­setn­ingu til slita og upp­gjörs á ÍL-sjóði, sbr. mál nr. 78/​2023, sem birt var í sam­ráðsgátt stjórn­valda þann 31. mars sl.
  1. At­huga­semd­ir okk­ar fara hér á eft­ir.

Sam­an­tekt

  1. Áform ráðherra um laga­setn­ingu um slit og upp­gjör á ÍL-sjóði byggja á ófull­nægj­andi grein­ingu á bæði laga­leg­um og fjár­hags­leg­um þátt­um. Áformin fela í sér ráðstöf­un sem miðar að því að sniðganga fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar ís­lenska rík­is­ins sem ábyrgðar­manns ÍL-sjóðs á kostnað skulda­bréfa­eig­enda. Fyr­ir­huguð lög­gjöf fæli í sér eign­ar­nám á kröf­um skulda­bréfa­eig­enda að því marki sem þeir fengju ekki full­ar efnd­ir á grund­velli skil­mála skulda­bréf­anna, þ.m.t. samn­ings­bundna vexti til loka­gjald­daga. Lög­gjöf­in þyrfti því að full­nægja kröf­um 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og 1. gr. 1. viðauka við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um meðal ann­ars al­menn­ingsþörf. Ekk­ert í áforma­skjali ráðherra eða skýrslu hans til Alþing­is frá því í októ­ber 2022 bend­ir til að slík þörf sé til staðar. Áform ráðherra eru því óheim­il að stjórn­lög­um og til þess fall­in að baka ís­lenska rík­inu skaðabóta­skyldu gagn­vart skulda­bréfa­eig­end­um og veru­leg viðbótar­fjárút­lát í formi drátt­ar­vaxta og kostnaðar. Þá eru áform ráðherra til þess fall­in að kasta rýrð á orðspor ís­lenska rík­is­ins og trú­verðug­leika þess á fjár­mála­markaði. Loks eru áform ráðherra, öf­ugt við það sem fram kem­ur í áforma­skjali, til þess fall­in að raska jafn­vægi á fjár­mála­markaði með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um fyr­ir eigna­verð og hags­muni fjár­festa. Áform ráðherra eru sam­kvæmt þessu illa ígrunduð og frá þeim ber að hverfa.

Efn­isaf­mörk­un

  1. Í áforma­skjali ráðherra er lýst fyr­ir­hugaðri laga­setn­ingu um skipu­lögð slit og upp­gjör ÍL-sjóðs „með hag­felldri niður­stöðu fyr­ir þá sem hafa hags­muna að gæta“ (bls. 6). Helstu hags­munaaðilar eru síðan tald­ir „eig­end­ur skulda­bréfa ÍL-sjóðs, aðilar á fjár­mála­markaði og al­menn­ing­ur í land­inu“ (bls. 10).
  1. Áformin byggja á afar hæpn­um for­send­um og þeim til grund­vall­ar ligg­ur ófull­nægj­andi grein­ing á laga­leg­um og fjár­hags­leg­um þátt­um. Áformin gefa því til­efni til ým­issa at­huga­semda. Mestu máli skipta þar atriði sem varða:
  • eðli og inn­tak rík­is­ábyrgðar á skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs,
  • stjórn­skipu­lega vernd þeirra eign­ar­rétt­inda sem fel­ast í kröf­um sam­kvæmt skulda­bréf­um sem sjóður­inn er út­gef­andi að,
  • fjár­hagstjón skulda­bréfa­eig­enda af fyr­ir­liggj­andi áform­um og hags­muni þeirra að öðru leyti,
  • ætlaða óvissu um upp­gjör, orðspor ís­lenska rík­is­ins og áhrif á fjár­mála­markaði, og
  • aðra val­kosti ís­lenska rík­is­ins, svo sem fjár­mögn­un ÍL-sjóðs og samn­ingsum­leit­an­ir við líf­eyr­is­sjóði.
  1. Um þessi atriði verður í fram­hald­inu fjallað í réttri röð.

Eðli og inn­tak rík­is­ábyrgðar

  1. Í áforma­skjali er lögð rík áhersla á að ábyrgð ís­lenska rík­is­ins á skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs sé „ein­föld“ og að í slíkri ábyrgð fel­ist að rík­is­sjóður tryggi end­ur­greiðslur á höfuðstól skulda, auk áfall­inna vaxta og verðbóta til upp­gjörs­dags. Jafn­framt seg­ir að í ein­faldri ábyrgð fel­ist að þegar fyr­ir liggi staðfest­ing á því að aðalskuld­ari geti ekki greitt og eigi ekki eign­ir til að tryggja skuld­bind­ing­una verði ábyrgðin virk. Þetta sé ólíkt sjálf­skuld­arábyrgð sem hægt sé að ganga að hvenær sem er sam­hliða ábyrgð aðalskuld­ara. Þá er látið að því liggja að slík óvissa ríki um það hvenær og með hvaða hætti rík­is­sjóður muni axla ein­falda ábyrgð sína á skuld­um ÍL-sjóðs að nauðsyn­legt sé að úr verði bætt. (Bls. 1 og 3.)
  1. Í álits­gerð okk­ar, dags. 23. nóv­em­ber 2022, eru færð fyr­ir því rök að sú breyt­ing sem að lög­um varð á stjórn­sýslu­legri stöðu Íbúðalána­sjóðs árið 2019 leiði til þess að líta beri á ÍL-sjóð sem hluta af fjár­málaráðuneyt­inu með þeim af­leiðing­um m.a. að ís­lenska ríkið sé nú skuld­ari sam­kvæmt skulda­bréf­un­um frem­ur en ábyrgðarmaður, sjá bls. 6-14 og 17. Ekki er að þessu vikið í áforma­skjali ráðherra. Lög­fræðilegri grein­ingu og niður­stöðu okk­ar um þetta atriði er því ósvarað.
  1. En jafn­vel þótt fall­ist yrði á að ábyrgð rík­is­ins sé „ein­föld“, líkt og ráðherra held­ur fram, breyt­ir það litlu í þessu sam­hengi. Mis­mun­andi þýðing ein­faldr­ar ábyrgðar ann­ars veg­ar og beinn­ar ábyrgðar hins veg­ar að lög­um lýt­ur ekki að um­fangi ábyrgðar­inn­ar sem slíkr­ar held­ur aðeins að skil­yrðum þess að ábyrgðin verði virk, m.ö.o. hvað þurfi til að koma svo unnt sé að ganga að ábyrgðar­manni um efnd­ir. Í báðum til­vik­um nær ábyrgðar­skuld­bind­ing­in hins veg­ar til allra skuld­bind­inga ÍL-sjóðs. Um það sýn­ist ekki vera ágrein­ing­ur. Ábyrgð ís­lenska rík­is­ins nær sam­kvæmt því til allra skuld­bind­inga ÍL-sjóðs óháð ábyrgðarform­inu, þar með talið til skuld­bind­inga sjóðsins um vaxta­greiðslur í framtíðinni, allt til loka­gjald­daga.
  1. Þannig er fram tekið í áforma­skjali að í skil­mál­um skulda­bréf­anna sé eðli ábyrgðar­inn­ar „út­skýrt nokkuð ná­kvæm­lega“ (bls. 5). Und­ir það má taka. Í 3. gr. skil­mál­anna seg­ir orðrétt:

„The entire lia­bilities of the Issu­er, including its obligati­ons to make pay­ments of principal and in­t­erest und­er the Notes, are guar­an­teed by the Icelandic State. Und­er Icelandic law, the guar­an­tee is ir­revoca­ble and wit­hout lim­itati­on but, in the event of a default by the Issu­er, a Noteholder is required first to exhaust his remedies against the Issu­er before he is entit­led to make a claim against the Icelandic State.“ (Let­ur­br. hér.)

  1. Í lýs­ingu (prospect­us) skulda­bréf­anna, dags. 28. júní 2004, er ábyrgð ís­lenska rík­is­ins nán­ar lýst með þess­um orðum:

„The New Notes be­nef­it from a guar­an­tee of col­lecti­on (ein­föld ábyrgð) of the Icelandic State Trea­sury. The guar­an­tee is ir­revoca­ble and co­vers all ex­ist­ing and fut­ure obligati­ons of HFF including its obligati­ons to make pay­ments of principal and in­t­erest und­er the New Notes. The guar­an­tee deri­ves from a recognised principle of Icelandic law that the State Trea­sury guar­an­tees the obligati­ons of all State agencies un­less the guar­an­tee is unequi­vocally lim­ited to the as­sets of the agency concer­ned. The nature of the guar­an­tee is such that in the event of default by HFF, a holder of New Notes is required to exhaust all remedies against HFF before being entit­led to make a claim against the Icelandic State. As a State agency, HFF cannot be su­bj­ect to bankruptcy proceed­ings, as provi­ded by Secti­on 5(3) of Act No. 21/​1991 on bankruptcy proceed­ings. Evi­dence of HFF’s ina­bility to make pay­ments und­er the New Notes could be soug­ht by enter­ing into attach­ment proceed­ings follow­ing a judgment. An attach­ment show­ing HFF to hold insu­fficient as­sets for sat­is­facti­on of the debt would qualify as proof of HFF’s ina­bility to pay, and would thus give rise to a direct claim against the Icelandic State und­er the guar­an­tee.“ (Let­ur­br. hér.)

  1. Í þessu sam­bandi, og að gefnu til­efni, skal fram tekið að það er afar mis­vís­andi sem fram kem­ur í áforma­skjali að „sjóður­inn [skuldi] höfuðstól út­gef­inna skulda­bréfa auk áfall­inna vaxta og verðbóta“ (bls. 3). Sú fram­setn­ing er til að mynda ekki í sam­ræmi við reikn­ings­skil ÍL-sjóðs en sam­kvæmt árs­reikn­ingi 2022 námu skuld­ir sjóðsins í lok árs 876 millj­örðum króna á meðan höfuðstóll lána og áfalln­ir vext­ir námu á sama tíma 712 millj­örðum króna. Þar mun­ar 164 millj­örðum króna.
  1. Vissu­lega er það rétt að ÍL-sjóður skuldi höfuðstól út­gef­inna skulda­bréfa auk áfall­inna vaxta og verðbóta. Þar vant­ar hins veg­ar að geta þess að skuld­in er stærri en svo; hún nær að auki til greiðslu samn­ings­bund­inna vaxta af skulda­bréf­un­um allt til loka­gjald­daga.
  1. Minnt skal á að vanefnd ein­stakra af­borg­ana af skulda­bréf­un­um leiðir ekki sam­kvæmt skil­mál­um bréf­anna til sjálf­krafa gjald­fell­ing­ar höfuðstóls þeirra. Skuld­ara er held­ur ekki heim­ilt að greiða skuld­ina fyr­ir gjald­daga, að hluta eða öllu leyti. Um það eru skil­mál­ar skulda­bréf­anna skýr­ir. Hið sama á við um ábyrgðarmann. For­takslaust bann við fyr­ir­fram­greiðslu hef­ur frá upp­hafi verið mik­il­væg­ur hluti af skil­mál­um bréf­anna og ráðandi þátt­ur við verðlagn­ingu og spurn eft­ir þeim.
  1. Sam­kvæmt fram­an­greindu verður ekki ráðið að sá grein­ar­mun­ur sem gera verður á ein­faldri ábyrgð ann­ars veg­ar og beinni ábyrgð eða sjálf­skuld­arábyrgð hins veg­ar hafi nokkra þýðingu þegar kem­ur að yf­ir­lýst­um áform­um ráðherra um slit og upp­gjör skuld­bind­inga ÍL-sjóðs. Aðal­atriðið er það að óháð ábyrgðarform­inu ber ís­lenska ríkið ábyrgð á öll­um skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs og eng­in heim­ild stend­ur til þess í skil­mál­um skulda­bréf­anna eða að gild­andi lög­um að skuld­ar­inn eða ábyrgðar­maður­inn, ís­lenska ríkið, kalli fram upp­gjör á skuld­bind­ing­um sjóðsins og ábyrgðar­skuld­bind­ing­um fyr­ir þann tíma sem skil­mál­ar skulda­bréf­anna gera ráð fyr­ir.
  1. Þá rík­ir eng­in slík óvissa um efnd­ir ábyrgðar­inn­ar sem vísað er til í áforma­skjali. Við greiðslu­fall ein­stakra af­borg­ana af skulda­bréf­un­um myndu skulda­bréfa­eig­end­ur sækja greiðslur í hend­ur ís­lenska rík­is­ins, sem ábyrgðar­manns, eft­ir at­vik­um að und­an­gengn­um ár­ang­urs­laus­um fulln­ustu­gerðum á hend­ur ÍL-sjóði, rétt eins og skulda­bréfa­lýs­ing­in sjálf ger­ir ráð fyr­ir. Til þess er auk­in­held­ur að líta að rík­inu er í lófa lagið að búa svo um hnúta að ekki verði greiðslu­fall á af­borg­un­um af skulda­bréf­um ÍL-sjóðs með því t.d. að leggja sjóðnum til aukið fé þegar og að því marki sem þarf til að mæta skuld­bind­ing­um hans er þær falla í gjald­daga. Í ljósi stjórn­sýslu­legr­ar stöðu ÍL-sjóðs, sem stýrt er úr ráðuneyti fjár­mála- og efna­hags­mála, sýn­ist þetta vart vand­kvæðum háð. Þannig er það á for­ræði ís­lenska rík­is­ins að fyr­ir­byggja alla óvissu að þessu leyti og sneiða hjá því að þurfa að standa skil á drátt­ar­vöxt­um og van­skila­kostnaði en áhyggj­um af slík­um kostnaði er lýst í áforma­skjali.
  1. Til sam­an­b­urðar skal vísað til 2. málsl. 14. gr. reglu­gerðar nr. 237/​1998 um rík­is­ábyrgðir, Rík­is­ábyrgðasjóð og end­ur­lán rík­is­sjóðs, sem sæk­ir stoð í lög nr. 121/​1997 um rík­is­ábyrgðir, en þar seg­ir um skuld sem rík­is­sjóður hef­ur tekið ein­falda ábyrgð á:

„Komi í ljós við gjaldþrot eða á ann­an sann­an­leg­an hátt, að skuld­ari geti ekki greitt skuld­ina, þannig að skuld­ar­eig­andi fái full­nægju, skal Rík­is­ábyrgða­sjóður eiga þess kost að greiða eft­ir­stöðvar skuld­ar­inn­ar með sömu kjör­um og á jafn­löng­um tíma og greiða skyldi eft­ir­stöðvar skulda­bréfs­ins sam­kvæmt ákvæðum þess.“ (Let­ur­br. hér.)

  1. Þótt hvorki reglu­gerðin né lög­in sem veita henni laga­stoð eigi beint við um eig­enda­ábyrgð ís­lenska rík­is­ins á skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs og þar með skulda­bréf­um sem sjóður­inn er út­gef­andi að, vek­ur at­hygli sá grund­vall­ar­mun­ur sem er á heim­ild­um rík­is­ins til að mæta ábyrgðarskuld­bind­ing­um sín­um sam­kvæmt reglu­gerðinni ann­ars veg­ar og áform­um ráðherra um upp­gjör rík­is­ábyrgðar í tengsl­um við slit ÍL-sjóðs hins veg­ar. Í öðru til­vik­inu er gert ráð fyr­ir að skuld­ar­eig­end­ur fái kröf­ur sín­ar greidd­ar að fullu. Í hinu til­vik­inu ekki.
  1. Loks skal fram tekið að engu breyt­ir í þessu sam­hengi þótt ÍL-sjóður sé ógjald­fær og að for­svars­mönn­um hans væri skylt að gefa bú hans upp til gjaldþrota­skipta eft­ir al­menn­um regl­um 64. gr. laga um gjaldþrota­skipti o.fl. nr. 21/​1991 „ef þau lög ættu við full­um fet­um“ eins og kom­ist er að orði á bls. 4 í áforma­skjali. Staðreynd­in er sú að um lög gjaldþrota­skipti eiga hér ekki við að neinu leyti, líkt og sér­stak­lega er tekið fram í lýs­ingu skulda­bréf­anna („As a State agency, HFF cannot be su­bj­ect to bankruptcy proceed­ings, as provi­ded by Secti­on 5(3) of Act No. 21/​1991 on bankruptcy proceed­ings”) og ekki er held­ur við aðra lög­gjöf að styðjast í þess­um efn­um. Eins og lög standa er það því hvorki á for­ræði for­svars­manna ÍL-sjóðs, ráðherra né annarra að knýja fram slit eða gjaldþrotameðferð sjóðsins. Gjald­fell­ing eða ein­dög­un höfuðstóls skulda­bréfa sem sjóður­inn er út­gef­andi að er því al­farið á for­ræði eig­enda skulda­bréf­anna skap­ist skil­yrði til að beita slík­um úrræðum.

Stjórn­skipu­leg vernd eign­ar­rétt­inda

  1. Í áforma­skjali er því lýst að fyr­ir­huguð laga­setn­ing um slit og upp­gjör á ÍL-sjóði feli ekki í sér beina skerðingu á eign­ar­rétt­ind­um í formi eign­ar­náms á kröf­um. Hins veg­ar sé fulln­ustu krafn­anna breytt vegna aðstæðna sem gjör­breyttu rekstr­ar­grund­velli Íbúðalána­sjóðs og af öðrum ástæðum. (Bls. 5 og 9.) Þá kem­ur fram að kröfu­rétt­indi njóti vernd­ar sem eign­ar­rétt­indi í skiln­ingi 72. gr. stjórn­ar­skrár en áréttað að

„ekki [sé] ráðgert að þessi kröfu­rétt­indi séu skert eða færð niður held­ur [fari] um upp­gjör krafn­anna eft­ir sér­stök­um regl­um sem hafa þýðing­ar­mik­inn til­gang. Eig­end­ur krafna myndu hins­veg­ar fara á mis við vexti sem féllu til eft­ir nán­ar til­tekið tíma­mark í tengsl­um við slitameðferðina, en í staðinn yrði flýtt til þeirra greiðslu höfuðstóls sem þeim væri unnt að hafa arð af.“ (Bls. 5. Let­ur­br. hér.)

  1. Í þessu felst mót­sögn. Af hálfu ráðherr­ans er tekið fram að ekki sé ráðgert að kröfu­rétt­indi séu skert eða þau færð niður en á sama tíma viður­kennt að áformin feli í sér að eig­end­ur krafn­anna fari á mis við vexti sem falli til eft­ir nán­ar til­tekið tíma­mark í tengsl­um við slitameðferðina. Það stenst því auðvitað ekki að áformin feli ekki í sér að kröfu­rétt­indi verði skert eða þau færð niður.
  1. Sam­kvæmt skil­mál­um skulda­bréf­anna skulu af­borg­an­ir greiðast á fyr­ir­fram ákveðnum gjald­dög­um á ári hverju en loka­greiðslur innt­ar af hendi á ár­un­um 2024, 2034 og 2044. Skulda­bréf­in eru verðtryggð og bera fasta 3,75% ársvexti. Þau eru án upp­greiðslu­heim­ild­ar; með öðrum orðum, út­gef­anda bréf­anna, skuld­ar­an­um, er ekki heim­ilt að greiða þau hraðar niður en skil­mál­ar bréf­anna gera ráð fyr­ir, hvorki að hluta né öllu leyti. Hið sama á við um ábyrgðar­mann­inn, ís­lenska ríkið, sem ber eig­enda­ábyrgð á öll­um skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs, þ.á m. skuld­bind­ing­um sjóðsins sam­kvæmt skulda­bréf­un­um.
  1. Um fram­an­greint er ekki deilt. Spurn­ing­in er hins veg­ar hvort ís­lenska rík­inu sé í krafti laga­setn­ing­ar­valds heim­ilt að gjald­fella skuld­ina, flýta end­ur­greiðslu og þar með kom­ast hjá greiðslu samn­ings­bund­inna vaxta eft­ir þann tíma. Um það hverf­ist ágrein­ing­ur aðila.
  1. Afstaða líf­eyr­is­sjóðanna er sú að rík­inu sé þetta óheim­ilt að stjórn­lög­um enda njóti kröf­ur þeirra, þar með talið um samn­ings­vexti í framtíðinni, eigna­rétt­ar­vernd­ar stjórn­ar­skrár og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Fyr­ir þeirri af­stöðu hafa líf­eyr­is­sjóðirn­ir fært fram ít­ar­leg sjón­ar­mið og rök­semd­ir í skrif­leg­um álits­gerðum. Í áforma­skjali kem­ur ekk­ert það fram sem dreg­ur úr vægi þess sem þar seg­ir. Afstaða líf­eyr­is­sjóðanna stend­ur því óhögguð. Er ástæða til að rifja hér upp nokk­ur grund­vall­ar­atriði.
  1. Í fyrsta lagi leik­ur eng­inn vafi á að kröf­ur líf­eyr­is­sjóðanna til framtíðar­vaxta af skulda­bréf­un­um telj­ast til eign­ar og njóta sem slík vernd­ar 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og ákvæðis 1. gr. 1. viðauka við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, sbr. lög nr. 62/​1994. Um þetta vís­ast til um­fjöll­un­ar í 6. kafla, bls. 22. o.áfr., í álits­gerð okk­ar frá 23. nóv­em­ber 2022. Niðurstaða Ró­berts R. Spanó, pró­fess­ors og fyrr­ver­andi for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, er jafn­framt af­drátt­ar­laus um þetta atriði en í álits­gerð hans, dags. 4. des­em­ber 2022, seg­ir á bls. 12:

„Í ljósi dóma­fram­kvæmd­ar Hæsta­rétt­ar og þeirra fræðiviðhorfa sem sett hafa verið fram í ís­lensk­um rétti, og að teknu til­liti til dóma­fram­kvæmd­ar MDE um túlk­un á 1. gr. 1. viðauka við MSE, tel ég sam­kvæmt fram­an­greindu að kröf­ur skulda­bréfa­eig­anda, allt til loka samn­ings­tíma­bils­ins, telj­ist að fullu „eign“ sem nýt­ur vernd­ar 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og 1. gr. 1. viðauka við MSE.“ (Let­ur­br. hér.)

  1. Í öðru lagi er jafn ljóst að lög­gjöf sú sem áformuð er um slit á ÍL-sjóði með þeim af­leiðing­um að skulda­bréfa­eig­end­ur fengju upp­gjör miðað við verð­bætt­an höfuðstól og áfallna vexti en færu á mis við vaxta­greiðslur til loka­gjald­daga skulda­bréf­anna fæli í sér eign­ar­nám í skiln­ingi 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, sbr. 1. gr. 1. viðauka við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, eða í öllu falli eign­ar­skerðingu sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir þyrftu ekki að þola bóta­laust. Um þetta vís­ast til um­fjöll­un­ar í 6. kafla, bls. 22 o.áfr., í álits­gerð okk­ar frá 23. nóv­em­ber 2022. Á sama veg er niðurstaða Ró­berts R. Spanó, sjá bls. 12 og 23, en á bls. 12 seg­ir orðrétt:

„[F]ari lög­gjaf­inn þá leið að heim­ila slit á ÍL-sjóði með gjaldþrota­skipt­um eða öðrum sam­bæri­leg­um slit­um, sem hefði þær af­leiðing­ar í för með sér að ein­ung­is höfuðstóll, verðbæt­ur og áfalln­ir vext­ir miðað við tíma­mark slit­anna yrðu greidd­ir skulda­bréfa­eig­end­um, en samn­ings­vext­ir til framtíðar og fram að gjald­daga sam­kvæmt skil­mál­um kæmu ekki til greiðslu, fæli slík lög­gjöf í sér skerðingu á stjórn­ar­skrár­vörðum eigna­rétti skulda­bréfa­eig­enda sem full­nægja þyrfti skil­yrðum 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar.“ (Let­ur­br. hér.)

  1. Afstaða fyrr­ver­andi for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um þetta mik­il­væga atriði er þannig í beinni and­stöðu við það sem af hálfu ráðherra er lagt til grund­vall­ar í áforma­skjali. Að mati líf­eyr­is­sjóðanna er bein­lín­is rangt sem þar kem­ur fram um að fyr­ir­huguð lög­gjöf feli ekki í sér að kröfu­rétt­indi þeirra séu skert eða þau færð niður. Sá er bein­lín­is yf­ir­lýst­ur til­gang­ur ráðherr­ans.
  1. Í þriðja lagi verður að telja úti­lokað að sá vandi sem ís­lenska ríkið stend­ur frammi fyr­ir og lýst er í áforma­skjali ráðherra sé þess eðlis að upp­fyllt­ar séu kröf­ur 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar um al­menn­ingsþörf, sbr. einnig 1. gr. 1. viðauka við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Um það vís­ast til um­fjöll­un­ar í 6. kafla, bls. 22. o.áfr., í álits­gerð okk­ar frá 23. nóv­em­ber 2022. Niðurstaða Ró­berts R. Spanó er jafn­framt af­drátt­ar­laus um þetta atriði, sjá bls. 13-23 í álits­gerð hans, dags. 4. des­em­ber 2022. Í álits­gerðinni er um­fjöll­un um þetta atriði dreg­in sam­an með þess­um orðum:

„Þegar öllu er á botn­inn hvolft eru for­send­ur fyr­ir hugs­an­legri lög­gjöf sem heim­ila myndu slit á ÍL-sjóði því harla ein­fald­ar. Sú fjár­mögn­un sem Íbúðalána­sjóður gekkst und­ir á ár­inu 2004 hef­ur reynst viðskipta­lega og rekstr­ar­lega óhag­stæð fyr­ir sjóðinn, nú ÍL-sjóð. Lög­gjöf­inni yrði ætlað að tak­marka þær nei­kvæðu af­leiðing­ar fyr­ir fjár­hags­lega hags­muni rík­is­sjóðs sem þær ákv­arðanir sem tekn­ar voru á ár­inu 2004 munu fyr­ir­sjá­an­lega hafa í för með sér vegna ábyrgðar rík­is­ins. Þótt þær fjár­hæðir sem um er að tefla séu um­tals­verðar verður að hafa í huga að með lög­gjöf af því tagi sem hér er til umræðu yrði lög­gjaf­ar­valdi hrein­lega beitt til að koma hinu op­in­bera und­an því að efna gild­ar samn­ings­skuld­bind­ing­ar sem op­in­ber stofn­un gekkst und­ir á einka­rétt­ar­leg­um grund­velli sem auk þess myndi hafa óviss­ar af­leiðing­ar fyr­ir fjár­mála­markaðinn í heild, eins og bein­lín­is er viður­kennt í skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. Í skýrslu ráðherra er þannig að mínu áliti ekki sýnt fram á slíkt óvænt eða ófyr­ir­séð neyðarástand fyr­ir al­menn­ing í land­inu eða þá brýnu og ótví­ræðu nauðsyn sem ligg­ur til grund­vall­ar kröfu 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar um „al­menn­ingsþörf“, eins og virðist lagt til grund­vall­ar í minn­is­blaði [Lands­laga – lög­fræðistofu]. Ég fæ því ekki séð að þau rök sem teflt hef­ur verið fram af hálfu ráðherra geti laga­lega rétt­lætt þá álykt­un, án þess að fleira komi til, að ríkið hafi stjórn­skipu­lega heim­ild til að skerða bóta­laust kröfu­rétt­indi skulda­bréfa­eig­enda til fullra efnda á grund­velli skil­mála skulda­bréf­anna.“ (Bls. 22-23. Nmgr. sleppt. Let­ur­br. hér.)

  1. Að mati líf­eyr­is­sjóðanna hef­ur hér ágæt­lega tek­ist að fanga kjarna máls­ins. Áform ráðherr­ans um laga­setn­ingu þjóna þeim til­gangi að losa ís­lenska ríkið und­an því að efna skýr­ar og ótví­ræðar fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar í framtíðinni. Líkt og fram kem­ur í mati fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is á áhrif­um laga­setn­ing­ar, dags. 31. mars 2023, er ráðgert að „sparnaður“ ís­lenska rík­is­ins af ráðstöf­un­inni verði veru­leg­ur og geti jafn­vel numið um 200 millj­örðum króna að nú­v­irði í sam­an­b­urði við það að ríkið legði ÍL-sjóði til fjár­magn til að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar er þær falla í gjald­daga.
  1. Áform ráðherr­ans sem slík skapa ekki verðmæti. Því er aug­ljóst að „sparnaður“ rík­is­ins að þessu leyti helst í hend­ur við fjár­hagstjón skulda­bréfa­eig­enda.
  1. Ástæða er til að árétta að í dóma­fram­kvæmd Hæsta­rétt­ar eða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu eru ekki dæmi um svo víðtæka heim­ild lög­gjaf­ans til bóta­lausra eigna­skerðinga af því tagi sem hér um ræðir og við sam­bæri­leg­ar aðstæður. Á það verður því ekki fall­ist að fært sé að jafna þeirri aðstöðu sem hér er uppi við „önn­ur stór úr­lausn­ar­efni varðandi ósjálf­bær­ar skuld­bind­ing­ar og rík­is­ábyrgðir sem stjórn­völd hér á landa hafa ráðið fram úr á umliðnum árum“ (deilda­skipt­ing Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins og fall banka­kerf­is­ins) sem vísað er til í áforma­skjali á bls. 1. Öll um­fjöll­un ráðherra í skýrslu hans til Alþing­is frá því í októ­ber 2022 og áforma­skjali nú ber þess merki að eng­in slík neyð er til staðar að rétt­læti lög­gjöf af því tagi sem áformuð er. Um það vís­ast nán­ar til álits­gerðar Ró­berts R. Spanó, bls. 19-23, sbr. einnig álits­gerð okk­ar, bls. 32-37.
  1. Miðað við grein­ingu fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is duga eign­ir ÍL-sjóðs til að mæta skuld­bind­ing­um sjóðsins út árið 2033. Á ár­inu 2034 nemi fjárþörf sjóðsins um 36 millj­örðum króna á verðlagi þess árs en fari svo hækk­andi frá ári til árs. Því þyrfti ís­lenska ríkið sem ábyrgðaraðili að leggja sjóðnum til fé, eða efna ábyrgð sína gagn­vart skulda­bréfa­eig­end­um beint, á þeim tíma­punkti og á samn­ings­bundn­um gjald­dög­um eft­ir það. Af­borg­un­ar­fer­ill skulda­bréf­anna ligg­ur fyr­ir allt til loka­gjald­daga og auðvelt að áætla eign­ir sjóðsins á móti. Er því erfitt að merkja í hverju hin ætlaða óvissa felst.
  1. Á hinn bóg­inn er til þess að líta að lög­gjöf um slitameðferð ÍL-sjóðs nú, sem fæli í sér að greiðslum vegna skuld­bind­inga sem ella dreifðust yfir langt tíma­bil yrði flýtt, myndi óhjá­kvæmi­lega skapa óvissu um upp­gjörið með um­tals­verðu raski á fjár­mála­markaði í ljósi um­fangs máls­ins líkt og nán­ar er vikið að síðar. Þannig blas­ir við að áform ráðherra eru til þess fall­in að skapa óvissu um upp­gjör á skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs sem að óbreyttu er engri óvissu háð.
  1. Sú ann­ars skilj­an­lega ósk hins op­in­bera að spara fjár­muni fyr­ir rík­is­sjóð get­ur ekki ein og sér rétt­lætt að stjórn­skipu­leg­um rétti til friðhelgi eigna­rétt­ar sé vikið til hliðar á þann hátt sem fyr­ir­huguð lög­gjöf um slit á ÍL-sjóði hefði í för með sér. Ef á það yrði fall­ist yrði kröf­unni um „al­menn­ingsþörf“ í merk­ingu 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar gefið svo rúmt inn­tak að stjórn­ar­skrár­vernd eign­ar­rétt­ar yrði veru­lega tak­mörkuð um­fram það sem leiðir af dóma­fram­kvæmd Hæsta­rétt­ar og viðhorf­um fræðimanna. Sjá Ró­bert R. Spanó, bls. 22-23.

Fjár­hagstjón skulda­bréfa­eig­enda

  1. Í áforma­skjali er viður­kennt sem áður seg­ir, að fyr­ir­huguð laga­setn­ing myndi að öðru óbreyttu leiða til þess að ekki yrðu greidd­ir vext­ir af skulda­bréf­un­um út láns­tím­ann. Samt er þar lagt til grund­vall­ar að óljóst sé hvort skulda­bré­feig­end­ur yrðu fyr­ir tjóni af þeirri ráðstöf­un. Er fram tekið að sönn­un­ar­færsla um tjón færi eft­ir al­menn­um regl­um og að sýna þyrfti fram á rauntjón og að gripið hafi verið til viðhlít­andi ráðstaf­ana til að tak­marka það. (Bls. 5 og 9.)
  1. Þessi um­fjöll­un er afar vill­andi.
  1. Ekki er nokkr­um vafa und­ir­orpið að fyr­ir­huguð laga­setn­ing er til þess fall­in að valda skulda­bréfa­eig­end­um tjóni. Gjald­fell­ing krafna á hend­ur ÍL-sjóði á grund­velli heim­ild­ar í lög­un­um fæli í sér hið bóta­skylda at­vik. Um­fang tjóns­ins lægi fyr­ir þá þegar að upp­gjör við skulda­bréfa­eig­end­ur miðað við verðbætt­an höfuðstól og áfallna vexti hefði átt sér stað. Framtíðarávöxt­un þeirra eigna sem af­hent­ar yrðu í stað skulda­bréf­anna hefði þar eng­in áhrif. Því eru vill­andi hug­leiðing­ar í áforma­skjali um skyldu skulda­bréfa­eig­enda til að tak­marka tjón sitt með ávöxt­un eign­anna í framtíðinni. Ástæða er til að gera nán­ar grein fyr­ir þessu.
  1. Skulda­bréf ÍL-sjóðs mynda eign­ir sem hafa ákveðið virði. Líkt og al­mennt á við um verðmat fjár­mála­gern­inga sam­kvæmt viður­kennd­um aðferðum fjár­mála­fræðanna ræðst verðmæti skulda­bréf­anna á hverj­um tíma af:
  • greiðsluflæði skulda­bréf­anna til loka­gjald­daga, og
  • áhættu af skulda­bréf­un­um sem end­ur­spegl­ast í hæfi­legri ávöxt­un­ar­kröfu á bréf­in á hverj­um tíma.
  1. Ávöxt­un­ar­krafa skulda­bréf­anna eru þeir vext­ir sem gera nú­v­irði greiðsluflæðis skulda­bréf­anna til loka­gjald­daga, sbr. lið (a) hér að ofan, jafnt verði þeirra. Af því leiðir, í nú­ver­andi vaxtaum­hverfi, að sé skorið af framtíðargreiðsluflæði skulda­bréf­anna, með því að höfuðstóll þeirra ásamt áfölln­um vöxt­um og verðbót­um á ákveðnum degi er greidd­ur en annað ekki, lækk­ar verðmæti bréf­anna. Það blas­ir við. Í því felst skerðing eign­ar­rétt­inda til tjóns fyr­ir eig­end­ur skulda­bréf­anna.
  1. Þar sem ÍL-sjóður nýt­ur rík­is­ábyrgðar, þ.m.t. á greiðslur af skulda­bréf­un­um allt til loka­gjald­daga, væri við nú­v­irðingu rök­rétt að styðjast við ávöxt­un­ar­kröfu á verðtryggðar skuld­ir ís­lenska rík­is­ins með áþekk­an líf­tíma frem­ur en nú­ver­andi ávöxt­un­ar­kröfu á skulda­bréf­in. Skráð mark­aðs­verð skulda­bréf­anna í dag, sem mynd­ast hef­ur í tak­mörkuðum við­skipt­um, gef­ur því ranga mynd af eig­in­legu verðmæti þeirra. Ríkt sam­ræmi var enda á milli ávöxt­un­ar­kröfu á skulda­bréf­in og skulda­bréfa­út­gáf­ur ís­lenska rík­is­ins þar til ráðherra upp­lýsti í skýrslu til Alþing­is í októ­ber 2022 um áform sín um að víkj­ast und­an ábyrgð á skulda­bréf­un­um. Þótt ávöxt­un­ar­krafa á skulda­bréf­in hafi hækkað við hina vill­andi yf­ir­lýs­ingu ráðherra væri ótækt að ís­lenska ríkið nyti góðs af því við upp­gjör bréf­anna.
  1. Mik­il­vægt er jafn­framt að árétta í þessu sam­hengi að engu breyt­ir þótt verðbætt­ur höfuðstóll skulda­bréf­anna ásamt vöxt­um á upp­gjörs­degi sé gerður upp með af­hend­ingu eigna sem eft­ir at­vik­um kunna að skila viðtak­end­un­um ávöxt­un í framtíðinni. Hér skipt­ir öllu máli að verðmæti eign­anna sem af­hent­ar eru sé jafnt verðmæti skulda­bréf­anna á þeim degi sem upp­gjörið á sér stað.
  1. Í dæma­skyni skal það nefnt að skulda­bréf að gang­v­irði 100 verða ekki gerð upp með af­hend­ingu hluta­bréfa að gang­v­irði 80 þótt lík­ur séu á að hluta­bréf­in muni í framtíðinni að skila sömu eða betri ávöxt­un en skulda­bréf­in. Þetta staf­ar af því að eðlis­læg áhætta hluta­bréfa er önn­ur og meiri en skulda­bréfa meðal ann­ars af þeirri ástæðu að skulda­bréf standa hluta­bréf­um fram­ar í kröfuröð við gjaldþrota­skipti. Lík­ur á því að hluta­bréf­in falli í verði eða verði verðlaus með öllu eru því meiri en lík­urn­ar á að verðmæti skulda­bréf­anna fari lækk­andi að öðru óbreyttu. Meiri áhætta hef­ur áhrif á verðmæti eign­ar­inn­ar til lækk­un­ar.
  1. Í áforma­skjali hef­ur láðst að taka til­lit til þessa. Þar er gengið út frá því að halda megi skulda­bréfa­eig­end­um skaðlaus­um af slit­um ÍL-sjóðs og upp­gjöri sem taki mið af verðbætt­um höfuðstól og áfölln­um vöxt­um skulda­bréf­anna með því að af­henda í skipt­um fyr­ir þau áhættu­sam­ara eigna­safn sem skilað get­ur sam­bæri­legri eða jafn­vel betri ávöxt­un en skulda­bréf­in sjálf til lengri tíma litið óháð verðmæti eigna­safns­ins á þeim degi sem það er af­hent. Það stenst auðvitað ekki.
  1. Jafn­framt er það vill­andi sem látið er að liggja í áforma­skjali að þýðingu hafi í þessu sam­hengi að á skulda­bréfa­eig­end­um hvíli sú skylda að tak­marka tjón sitt; líf­eyr­is­sjóðir séu bet­ur til þess falln­ir en ís­lenska ríkið að ávaxta og stýra eign­um og að dreift eigna­safn (skiptieign­ir) sem af­hent yrði í skipt­um fyr­ir skulda­bréf­in kunni til framtíðar litið að skila skulda­bréfa­eig­end­um sam­bæri­legri eða betri ávöxt­un en þau.
  1. Það ít­rek­ast að ávöxt­un skiptieigna í framtíðinni er þýðing­ar­laus með öllu. Þetta staf­ar af því að tjón skulda­bréfa­eig­enda myndi, líkt og áður er getið, raun­ger­ast strax við upp­gjör með því að minna verðmæt­ar eign­ir (skiptieign­ir) væru af­hent­ar í skipt­um fyr­ir verðmæt­ari eign­ir (skulda­bréf­in). Tæk­ist ávöxt­un skiptieign­anna vel fæli það ekki í sér tak­mörk­un tjóns frek­ar en aukið tjón skulda­bréfa­eig­enda ef illa tæk­ist til. Mats­dag­ur tjóns­ins væri ekki ein­hver dag­ur í framtíðinni; mats­dag­ur tjóns­ins væri dag­ur­inn er upp­gjör færi fram.
  1. Í þessu sam­hengi sýn­ist til­efni til að benda á að eigi tjón skulda­bréfa­eig­enda að ráðast af ávöxt­un skiptieigna í framtíðinni, líkt og látið er að liggja í áforma­skjali, ætti það við óháð því hvort sú ávöxt­un væri já­kvæð eða nei­kvæð í sam­an­b­urði við vexti af skulda­bréf­un­um. Af áforma­skjali verður hins veg­ar ekki ráðið að ís­lenska ríkið geri ráð fyr­ir að bera áhætt­una af því að skulda­bréfa­eig­end­um tæk­ist illa að ávaxta þær eign­ir sem fengj­ust í skipt­um fyr­ir skulda­bréf­in. Hvergi í áforma­skjali er vikið að áhætt­unni sem því fylgdi.
  1. Í raun yrði frem­ur auðvelt að færa sönn­ur fyr­ir fjár­hagstjóni skulda­bréfa­eig­enda við þess­ar aðstæður. Tjónið næmi ein­fald­lega mis­mun­in­um á X og Y þar sem X merk­ir nú­virt framtíðargreiðsluflæði af skulda­bréf­un­um og Y merk­ir greiðslur upp í kröf­ur sjóðanna, í formi reiðufjár eða eigna, sem feng­ist út­hlutað við slit­in eða úr hendi ís­lenska rík­is­ins á grund­velli rík­is­ábyrgðar. Við nú­v­irðingu væri, eins og áður seg­ir, í ljósi rík­is­ábyrgðar­inn­ar rök­rétt að styðjast við ávöxt­un­ar­kröfu á verðtryggðar skuld­ir ís­lenska rík­is­ins með áþekk­an líf­tíma frem­ur en nú­ver­andi ávöxt­un­ar­kröfu á skulda­bréf­in. Þá skal fram tekið að hér er horft fram­hjá kröf­um skulda­bréfa­eig­enda um drátt­ar­vexti sem gætu hæg­lega numið veru­leg­um fjár­hæðum ef svo færi að upp­gjör dræg­ist á lang­inn.
  1. Sam­kvæmt öllu fram­an­greindu er það bein­lín­is rangt sem haldið er fram í áforma­skjali að óvíst sé að skulda­bréfa­eig­end­ur verði fyr­ir tjóni gangi áform ráðherra um slit ÍL-sjóðs eft­ir. Tjónið er þvert á móti óhjá­kvæmi­leg af­leiðing áformanna og um­fang þess auðveld­lega mæl­an­legt. Í raun er slá­andi sú þver­sögn sem felst í áforma­skjali ráðherra að lög­gjöf um slit ÍL-sjóðs muni spara ís­lenska rík­inu hundruð millj­arða króna í upp­gjöri við kröfu­hafa án þess að kröfu­haf­arn­ir verði sjálf­ir fyr­ir nokkru tjóni. Við blas­ir að sú jafna geng­ur ekki upp.
  1. Loks skal hér fram tekið til ör­ygg­is, að lög­gjaf­inn get­ur held­ur ekki skert þessi rétt­indi með því að „skil­greina það í lög­um hvernig staðið yrði að mati á bóta­kröf­um“ líkt og látið er að liggja í áforma­skjali á bls. 9. Þetta staf­ar af stjórn­skipu­legri vernd þeirra eign­ar­rétt­inda sem í hlut eiga og áður er vikið að. Verði skulda­bréfa­eig­end­ur svipt­ir eign­um sín­um, líkt og áform eru um, er það for­takslaus rétt­ur þeirra að „fullt verð“ komi fyr­ir, sbr. 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Hvers kyns hug­mynd­ir um að lög­gjaf­inn geti ein­hliða ákveðið hvernig tjón skuli metið eða bæt­ur reiknaðar eru mark­leysa ein.

Óvissa um upp­gjör

  1. Í áforma­skjali er lögð á það rík áhersla að óvissa ríki um áfram­hald­andi halla­rekst­ur ÍL-sjóðs. Nauðsyn­legt sé vegna hags­muna skulda­bréfa­eig­enda, jafn­væg­is á fjár­mála­mörkuðum og mögu­legra áhrifa upp­gjörs sjóðsins á fjár­mála­stöðug­leika að fyr­ir liggi með góðum fyr­ir­vara hvernig eign­um sjóðsins verði ráðstafað og skuld­bind­ing­ar hans gerðar upp. Þá sé mik­il­vægt að fyr­ir liggi hvernig og hvenær rík­is­sjóður muni axla hina ein­földu ábyrgð. Með fyr­ir­hugaðri laga­setn­ingu sé stefnt að því að koma í veg fyr­ir frek­ara tjón af nei­kvæðum rekstri ÍL-sjóðs ásamt því að fyr­ir­byggja mögu­legt óreiðuástand við upp­gjör á eign­um og skuld­um sjóðsins og eyða með því óvissu fyr­ir eig­end­ur bréf­anna og fjár­mála­markaðinn í heild. (Bls. 3, 4 og 5.)
  1. Á þetta verður ekki fall­ist.
  1. Eng­in slík óvissa rík­ir um upp­gjör skuld­bind­inga ÍL-sjóðs, sem ís­lenska ríkið ber ábyrgð á, að ástæða sé til að bregðast við með þeim hætti sem ráðgert er í áforma­skjali. Ítrekað skal að fyr­ir ligg­ur hvenær skuld­bind­ing­ar sjóðsins falla í gjald­daga á kom­andi árum og eng­in óvissa rík­ir í raun um það hvenær og hvernig rík­is­sjóður þurfi að axla ábyrgð sína. Í öllu falli er það al­farið á for­ræði rík­is­ins að koma í veg fyr­ir óvissu að þessu leyti. Ekk­ert til­efni er held­ur til að ætla að upp­gjör, sem að óbreyttu teyg­ir sig yfir langt tíma­bil, raski stöðug­leika á fjár­mála­markaði, hvað þá að „óreiðuástand“ kunni að skap­ast líkt og látið er að liggja í áforma­skjali. Á hinn bóg­inn er full ástæða til að ætla að fyr­ir­huguð lög­gjöf um slit ÍL-sjóðs hefði ein­mitt þessi óæski­legu áhrif; með öðrum orðum að ein­hliða gjald­fell­ing skulda ÍL-sjóðs í krafti laga­setn­ing­ar­valds myndi raska jafn­vægi á fjár­mála­markaði, skapa þar óvissu og jafn­vel óreiðuástand.
  1. Slitameðferð ÍL-sjóðs, eins og henni er lýst í áforma­skjali, fæli óhjá­kvæmi­lega í sér að eign­ir sjóðsins, sem námu 610 millj­örðum króna í árs­lok 2022 ef und­an er skilið hand­bært fé, yrðu seld­ar í hröðuðu ferli, eft­ir at­vik­um á lægra verði en bók­færðu virði þeirra, eða þeim ráðstafað til kröfu­hafa. Við bætt­ist síðan eigna­framsal frá ís­lenska rík­inu til kröfu­hafa á grund­velli ábyrgðar. Kröfu­haf­ar væru þá knún­ir til að laga sín eigna­söfn að breyttri eigna­sam­setn­ingu og áhættusniði. Hætt er við að þessu fylgdi eigna­til­færsla á skömm­um tíma fyr­ir tugi eða hundruð millj­arða króna. Erfitt er að sjá hvernig kom­ast mætti hjá því að slík­ar ráðstaf­an­ir röskuðu jafn­vægi á fjár­mála­markaði.
  1. Á kom­andi árum mun rekst­ur og af­koma ÍL-sjóðs að mestu ráðast af því hvernig til tekst við að ávaxta eign­ir sjóðsins og umbreyta þeim í reiðufé til að mæta fyr­ir­liggj­andi samn­ings­skuld­bind­ing­um. Á því ber ís­lenska ríkið, sem ábyrgðarmaður sjóðsins, áhætt­una í dag. Gangi áform ráðherra hins veg­ar eft­ir er þeirri áhættu velt yfir á skulda­bréfa­eig­end­ur. Það er óá­sætt­an­legt.

Aðrir val­kost­ir rík­is­ins

  1. Í áforma­skjali er vikið að tveim­ur leiðum, auk slita- eða gjaldþrotameðferðar, sem helst koma til greina af hálfu ís­lenska rík­is­ins til að bregðast við vanda ÍL-sjóðs og axla ábyrgð á skuld­um hans:
  • Frek­ari fjár­fram­lög­um til ÍL-sjóðs til að mæta skuld­bind­ing­um hans til árs­ins 2044. Áætlað er að slík fjár­fram­lög þyrftu að nema um 200 millj­örðum króna að nú­v­irði.
  • Samn­ing­um við eig­end­ur skulda um upp­gjör sjóðsins. Áætlað er að þessi leið fæli í sér kostnað við efnd­ir á rík­is­ábyrgðinni en að lík­ind­um einnig ýmis eigna­skipti.

Fjár­mögn­un ÍL-sjóðs

  1. Í áforma­skjali seg­ir um fyrri leiðina að vand­séð þyki að til álita geti komið að slá vand­an­um á frest og velta yfir á kom­andi kyn­slóðir. Þá vegi ekki síður þungt við mat á þeim kosti að ef rík­is­sjóður greiddi vexti og verðbæt­ur út líf­tíma bréf­anna væri hann að ganga lengra en skil­mál­ar bréf­anna kveða á um og ráðstafa fjár­mun­um rík­is­sjóðs til greiðslu um­fram bein­ar skuld­bind­ing­ar rík­is­sjóðs. Í því fæl­ist ráðstöf­un á fjár­mun­um rík­is­sjóðs sem eig­enda skulda ÍL-sjóðs sem ekki er heim­ild fyr­ir nema hún væri veitt með lög­um fyr­ir til­stuðlan Alþing­is. Það kynni að hafa óheilla­væn­leg áhrif á vænt­ing­ar til rík­is­ábyrgða á Íslandi ef tek­in væri ákvörðun um að ganga lengra í upp­gjöri á kröf­um en sem rík­is­ábyrgðinni nem­ur. Einnig væri um að ræða veru­lega aukn­ingu í skuld­setn­ingu rík­is­sjóðs til lengri tíma litið.
  1. Á þetta verður ekki fall­ist.

 

  1. Í fyrsta lagi skal á það bent að sú aðstaða sem ráðherr­ann kýs að vísa til sem „vanda“ end­ur­spegl­ar ein­fald­lega skyldu ís­lenska rík­is­ins til að efna fjár­hags­leg­ar samn­ings­skuld­bind­ing­ar sem ríkið sjálft und­ir­gekkst við út­gáfu skulda­bréfa ÍL-sjóðs á ár­inu 2004. Áhætt­an sem fylgdi ójafn­vægi á eigna- og skulda­hlið efna­hags­­reikn­ings ÍL-sjóðs með til­liti til upp­greiðslu­heim­ilda, hef­ur allt frá upp­hafi verið kunn og sætti á sín­um tíma um­tals­verðri gagn­rýni. Þannig var það póli­tísk ákvörðun þess tíma að taka áhætt­una sem út­gáf­unni fylgdi. Und­an henni verður ekki vikist nú.
  1. Skuld­bind­ing­ar sjóðsins hafa einnig lengi verið þekkt­ar og koma að óbreyttu til efnda á löngu tíma­bili, allt til árs­ins 2044. Ekki verður séð að ís­lenska ríkið eigi í greiðslu­vanda og eng­ar vís­bend­ing­ar eru um að tor­velt muni reyn­ast að efna ábyrgð á skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs í framtíðinni.
  1. Í ann­an stað er það bein­lín­is rangt sem haldið er fram að ef rík­is­sjóður greiddi vexti og verðbæt­ur út líf­tíma bréf­anna væri hann að ganga lengra en skil­mál­ar bréf­anna kveða á um og ráðstafa fjár­mun­um til greiðslu um­fram bein­ar skuld­bind­ing­ar rík­is­sjóðs. Í skil­mál­um bréf­anna og lýs­ingu þeirra er bein­lín­is tekið fram að ábyrgð rík­is­ins nái til allra skuld­bind­inga ÍL-sjóðs, þar með talið skyldu sjóðsins til greiðslu vaxta á skulda­bréf­un­um í framtíðinni, líkt og áður er rakið. („The entire lia­bilities of the Issu­er, including its obligati­ons to make pay­ments of principal and in­t­erest und­er the Notes, are guar­an­teed by the Icelandic State.“ / „The guar­an­tee is ir­revoca­ble and co­vers all ex­ist­ing and fut­ure obligati­ons of HFF including its obligati­ons to make pay­ments of principal and in­t­erest und­er the New Notes.“)
  1. Minnt skal á að ábyrgð ís­lenska rík­is­ins, óháð ábyrgðarformi, nær til allra skuld­bind­inga ÍL-sjóðs, þ.m.t. um greiðslur vaxta í framtíðinni í sam­ræmi við skil­mála skulda­bréf­anna. Vand­séð er hvernig greiðslur vaxta og verðbóta út líf­tíma bréf­anna fæli í sér að gengið væri lengra en skil­mál­ar bréf­anna kveða á um. Ýmiss for­dæmi eru fyr­ir því í fram­kvæmd að ís­lenska ríkið hafi viðhaldið skuld­bind­ing­um stofn­ana rík­is­ins sem ekki hafa sjálf­ar getað staðið í skil­um gagn­vart kröfu­höf­um. Þá er bein­lín­is við þetta miðað í reglu­gerð nr. 237/​1998 um rík­is­ábyrgðir, Rík­is­ábyrgðasjóð og end­ur­lán rík­is­sjóðs sem áður er vísað til.
  1. Rétt er þó að halda því til haga í þessu sam­hengi að skulda­bréfa­eig­end­ur ætl­ast ekki til að fá verðtryggðan höfuðstól og framtíðar­vexti greidda í einu lagi held­ur á rétt­um gjald­dög­um allt til loka­gjald­daga. Yrði mál­um þannig fyr­ir komið að greiðsla yrði innt af hendi fyr­ir loka­gjald­daga er ekki gerður ágrein­ing­ur um að virða yrði til frá­drátt­ar þann fjár­hags­lega ávinn­ing sem hlýst af því að taka við greiðslu fyr­ir gjald­daga. Þess vegna tæki krafa skulda­bréfa­eig­enda mið af nú­virtu greiðsluflæðið af skulda­bréf­un­um til framtíðar að teknu til­liti til hæfi­legr­ar ávöxt­un­ar­kröfu líkt og áður er lýst.
  1. Í þriðja lagi þykir rétt að taka fram í tengsl­um við ætluð „óheilla­væn­leg áhrif á vænt­ing­ar til rík­is­ábyrgða á Íslandi ef tek­in væri ákvörðun um að ganga lengra í upp­gjöri á kröf­um en sem rík­is­ábyrgðinni nem­ur,“ (bls. 4) að í áforma­skjali og öll­um mála­til­búnaði ráðherra virðist horft fram­hjá þeim nei­kvæðu áhrif­um á orðspor og trú­verðug­leika ís­lenska rík­is­ins á fjár­mála­markaði og við stjórn rík­is­fjár­mála og eft­ir at­vik­um láns­hæf­is­mat, sem ákvörðun um að beita laga­setn­ing­ar­valdi gagn­gert í því skyni að sniðganga fjár­hags­leg­ar samn­ings­­­skuld­bind­ing­ar rík­is­ins gagn­vart líf­eyr­is­sjóðum og öðrum fjár­fest­um í and­stöðu við stjórn­ar­skrá og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu hefði í för með sér. Mála­ferli sem af því hlyt­ust gætu hæg­lega teygt sig yfir lang­an tíma, jafn­vel þótt lög­gjöf um slit ÍL-sjóðs gerði ráð fyr­ir flýtimeðferð fyr­ir inn­lend­um dóm­stól­um. Bent skal á að þótt í áforma­skjali sé bein­lín­is gert ráð fyr­ir að látið verði reyna á fyr­ir dóm­stól­um hvort laga­setn­ing af þess­um toga stríði gegn ákvæðum stjórn­ar­skrár er eng­inn reki að því gerður að leggja mat á þau viðbótar­fjárút­lát, t.d. í formi drátt­ar­vaxta og máls­kostnaðar, sem ríkið kynni að standa frammi fyr­ir vegna þess. Þá er held­ur ekki vikið að þeim mögu­leika að slíkt mál gæti orðið til­efni kæru til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu með þeim aukna kostnaði og ára­langri óvissu sem slík mála­ferli hefðu í för með sér.
  1. Sam­an­tekið eru afar ósann­fær­andi þær rök­semd­ir sem í áforma­skjali eru færðar fyr­ir því að hafna þeirri leið að leggja ÍL-sjóði til frek­ara fjár­magn. Í því sam­bandi skal sér­stak­lega áréttað að sú leið að leggja ÍL-sjóði til aukið fjár­magn ger­ir ekki endi­lega kröfu um að það ger­ist í einu lagi og nú þegar, held­ur yfir langt tíma­bil frá og með ár­inu 2034 er viðbótar­fjárþörf sjóðsins kem­ur fyrst til. Til þess stóðu vænt­ing­ar markaðsaðila í önd­verðu og allt þar til ráðherr­ann kynnti fyr­ir Alþingi skýrslu sína um mál­efni sjóðsins í októ­ber 2022. Ekki verður séð að fjár­mála­stöðug­leika hafi stafað eða stafi ógn af.

Samn­ingsum­leit­an­ir við kröfu­hafa

  1. Í áforma­skjali seg­ir um síðari leiðina, samn­inga við kröfu­hafa, að heild­ar­hags­mun­ir al­menn­ings í land­inu væru best tryggðir með því að sam­komu­lag tæk­ist við eig­end­ur skulda­bréfa um upp­gjör ÍL-sjóðs. Eft­ir at­vik­um gæti samn­ing­ur falið í sér að rík­is­sjóður efni ein­falda ábyrgð sína í sam­ræmi við skil­mála íbúðabréf­anna með því að láta kröfu­höf­um í hend­ur aðrar eign­ir í staðinn sem svari til höfuðstóls skuld­ar­inn­ar ásamt vöxt­um og verðbót­um til upp­gjörs­dags. Jafn­framt er tekið fram að eig­end­ur skulda­bréfa ÍL-sjóðs séu að lang­mestu leyti lang­tíma fag­fjár­fest­ar. Þeir hafi velflest­ir góðar for­send­ur og allt aðrar aðstæður en rík­is­sjóður til að ávaxta fjár­muni og vinna með þær eign­ir sem þeir kynnu að taka við. Ávöxt­un af slíku eigna­safni í hönd­um þess­ara fjár­festa kynni allt eins að verða jafn góð eða betri en af skulda­bréf­um ÍL-sjóðs ef tekið er mið af ávöxt­un hjá aðilum í eign­a­stýr­ingu yfir langt ára­bil. Hvorki ÍL-sjóður né rík­is­sjóður hafi eins og staðan er nú sömu for­send­ur til að ann­ast virka stýr­ingu og ávöxt­un eigna. (Bls. 4 og 7-8.)
  1. Í þessu felst mis­skiln­ing­ur um grund­vall­ar­atriði: Ann­ars veg­ar um um­fang skuld­bind­inga ÍL-sjóðs og ábyrgð ís­lenska rík­is­ins á þeim. Hins veg­ar um þýðing­ar­leysi framtíðarávöxt­un­ar af eigna­safni sem skulda­bréfa­eig­end­ur tækju við í skipt­um fyr­ir skulda­bréf ÍL-sjóðs. Um bæði þessi atriði er fjallað hér að ofan og skal að mestu látið við það sitja að vísa til þess sem þar seg­ir.
  1. Mik­il­vægt er þó að geta þess að líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafa skýrt komið þeim skila­boðum á fram­færi við ís­lenska ríkið, skrif­lega og á fund­um með milli­göngu­manni ráðherra og lög­fræðileg­um ráðgjafa hans, að þótt helst vilji þeir að ríkið standi við ábyrgðarskuld­bind­ing­ar sín­ar vegna ÍL-sjóðs með því að hlaupa und­ir bagga með sjóðnum þegar og að því marki sem þörf kref­ur séu þeir reiðubún­ir að ganga til viðræðna um upp­gjör sem fæli í sér mót­töku á verðmæt­um í formi eigna í staðinn fyr­ir skulda­bréf ÍL-sjóðs. Það for­takslausa skil­yrði hef­ur þó verið sett af hálfu sjóðanna fyr­ir slík­um viðræðum að verðmæti skipti­eigna sam­svari verð­mæt­um skulda­bréf­anna sem gef­in eru eft­ir. Er enda vand­séð hvers vegna líf­eyr­is­sjóðirn­ir, sem hafa rík­um skyld­um að gæta gagn­vart sín­um sjóðfé­lög­um, ættu að und­ir­gang­ast upp­gjör krafna sem ís­lenska ríkið stend­ur í ábyrgð fyr­ir gegn viðtöku verðminni eigna í þeirra stað.
  1. Þannig dug­ar ekki að verðmæti skiptieigna sam­svari verðbætt­um höfuðstól og áfölln­um vöxt­um skulda­bréf­anna á þeim degi sem skipt­in eiga sér stað, líkt og ríkið hef­ur gefið til kynna að standi til boða, enda færi því fjarri að upp­gjör á slík­um for­send­um end­ur­speglaði verðmæti skulda­bréf­anna, sem, líkt og áður er rakið, tek­ur mið af greiðsluflæði af bréf­un­um allt til loka­gjald­daga. Samn­ing­ar kæmu því aðeins til álita að sam­an­lagt verðmæti þeirra eigna sem boðnar yrðu til upp­gjörs jafn­gilti verðmæt­um skulda­bréf­anna. Aðeins þannig gæti skap­ast grund­völl­ur samn­inga, og aðeins þannig gæti ís­lenska ríkið með réttu haldið því fram að það hafi efnt skuld­bind­ing­ar sín­ar sem ábyrgðarmaður ÍL-sjóðs. Samn­ing­ar sem efn­is­lega fælu í sér að ríkið kæm­ist hjá skuld­bind­ing­um sín­um að fjár­hæð hundruð millj­arða króna á kostnað sjóðfé­laga líf­eyr­is­sjóða í land­inu og varpaði á sama tíma áhætt­unni af eign­um ÍL-sjóðs yfir á þá eru óraun­hæf­ir með öllu.

Niður­lag

  1. Með vís­an til alls þess sem að fram­an grein­ir er skorað á ráðherra að falla frá áform­um sín­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK