Smáir fá sömu kjör

Viktor og Bergsveinn hjá Fjárflæði nota innviði Nets til að …
Viktor og Bergsveinn hjá Fjárflæði nota innviði Nets til að minnka stofnkostnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr ís­lensk­ur færslu­hirðir, Fjár­flæði, býður viðskipta­vin­um lágt verð og ýms­ar nýj­ung­ar í posa­mál­um.

Vikt­or Ólason og Berg­sveinn Samp­sted eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins eru báðir reynslu­mikl­ir úr brans­an­um.

Lausn þeirra, sem boðin er í sam­starfi við Nets, einn stærsta færslu­hirði í Evr­ópu, er nú þegar í notk­un hjá nokkr­um tug­um viðskipta­vina. Und­ir­bún­ing­ur verk­efn­is­ins hef­ur staðið í á fjórða ár eins og þeir út­skýra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Stærð Nets þýðir að færslu­kostnaður verður lægri að þeirra sögn.

„Sam­starfið við Nets ger­ir okk­ur kleift að opna á öll þeirra tækni-, framþró­un­ar- og ör­ygg­is­mál fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki. Við ætl­um að bjóða litl­um og meðal­stór­um kaup­mönn­um verð sem aðeins þeim allra stærstu hef­ur staðið til boða hingað til. Nú þegar eru nokkr­ir tug­ir kaup­manna komn­ir í viðskipti sem njóta betri kjara en þeim hafa áður boðist hér á landi,“ seg­ir Vikt­or.

Hann seg­ir að sem dæmi hafi fyr­ir­tæki í veit­ing­a­rekstri sparað sér um þrjár millj­ón­ir á ári í færslu­gjöld með því að færa viðskipti sín til Fjár­flæðis.

„Þess­ir minni aðilar hafa ekki bol­magn til að sinna þess­um mál­um af neinni al­vöru og stóru greiðslumiðlun­ar­fyr­ir­tæk­in hafa ekki verið að bjóða þeim sömu kjör og stærri viðskipta­vin­um.“

Hægt er að lesa um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK