Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi, var kjörin nýr formaður Félags kvenna í atvinnullífinu (FKA) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í vikunni.
Um 300 konur tóku þátt í kjörinu í aðdraganda aðalfundar. Stjórnarkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus og Dóra Eyland hjá GR eru hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn og sitja því áfram. Aðrar sem kjörnar voru í stjórn eru;
- Andrea Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og hjúkrunarfræðingur
- Grace Achieng, stofnandi & framkvæmdastjóri Gracelandic
- Helga Björg Steinþórsdóttir, stofnandi og eigandi AwareGO
- Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Gælurdýr.is
Í varastjórn til eins árs voru kjörnar þær;
- Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, mannauðs og skrifstofustjóri
- Erla Björg Eyjólfsdóttir, ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe á Íslandi og stundarkennari við Háskólann á Bifröst
- Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GET Ráðgjafar
„Ég þakka traustið sem mér er sýnt nú þegar ég tek við keflinu sem formaður FKA. Ég heiti því að vinna áfram að öflugu félagsstarfi í þágu ykkar FKA kvenna allra og hlakka til að hefja nýtt starfsár að sumri loknu. Ég mun áfram vinna að fjölbreytileika og framsækni félagskvenna meðal atvinnulífsins og halda framtíðarsýn og gildum FKA á lofti. Það geri ég að sjálfsögðu ekki ein og nýt þar þekkingu þeirra nýkosnu kvenna sem nú taka sæti í stjórn. Ég óska þeim hér með til hamingju og hlakka til að takast á við verkefnin í þágu okkar allra félagskvenna,“ segir Unnur Elva Arnardóttir, nýr formaður FKA, í tilkynningu frá félaginu.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá aðalfundinum. Myndirnar tók Hulda Margrét Óladóttir ljósmyndari.
Kjörstjórn FKA árið 2023 frá vinstri: Guðrún Hulda Ólafsdóttir, Arna Björg Rúnarsdóttir, Katrín S. Kristjana Hjartardóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Hulda Margrét Óladóttir
Ritari fundar var Anna Þórdís Rafnsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Kviku banka.
Hulda Margrét Óladóttir
Frá vinstri, Andrea framkvæmdastjóri FKA og nýjar stjórnarkonur FKA Bergrún, Guðrún, Dóra, Unnur, Grace, Ingibjörg, Erla og Andrea Ýr. Á myndina vantar Helgu og Guðlaugu sem voru erlendis.
Hulda Margrét Óladóttir
Fida Abu Libdeh, formaður FKA Suðurnes, og Grace Achieng sem fékk flest atkvæði í stjórnarkjöri á fundinum og kemur ný inn í stjórn FKA.
Hulda Margrét Óladóttir
Geirlaug Þorvaldsdottir á Holtinu og Sigríður Hrund Pétursdóttir.
Hulda Margrét Óladóttir
Jessica Jane Kingan eigandi Rauða Hússins Eyrabakka, Málfríður G. Blöndal eigandi Norðurbakka Hafnarfirði og Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.
Ljósmynd: Hulda Margrét Óladóttir