Ljósleiðarinn með um 70% markaðshlutdeild

Ljósmynd/Aðsend

Áætluð markaðshlutdeild Ljósleiðarans á höfuðborgarsvæðinu er um 70%. Talið er að markaðshlutdeild Mílu á svæðinu sé rúmlega 20% en að aðrir minni aðilar skipti með sér afgangnum.

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Rúv í byrjun maí að nauðsynlegt hafi verið að „styrkja stöðu Ljósleiðarans til að tryggja samkeppni á fjarskiptamarkaði“ eftir kaup franska sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian á Mílu. Sem kunnugt er samþykktu Reykjavíkurborg, Akranes­kaupstaður og Borgarbyggð – sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur og endanlegir eigendur Ljósleiðarans – nýlega að auka hlutafé Ljósleiðarans um rúma þrjá milljarða króna. Fjármagnið verður nýtt til að efla starfsemi hins opinbera félags enn frekar.

Samkvæmt samantekt Morgunblaðsins þar sem tekin eru saman gögn um ljósleiðaratengingar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu, er markaðshlutdeild Mílu stærri á landsbyggðinni. Það á sérstaklega við um Austurland en annars staðar á landinu er meira jafnvægi milli keppinauta þegar horft er til markaðs­hlutdeildar. Ljósleiðarinn keypti nýlega fjarskiptainnviði Sýnar á um þrjá milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK