Sérbýli hækka um 1,7% milli mánaða

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í …
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í apríl Ljósmynd/HMS

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli marsmánuðar og aprílmánaðar. Hækkunin er 0,7 prósentustigum lægri en hún hún var milli febrúar og mars.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un í dag. 

Vísitala apríl mánaðar sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Við útreikning vísitölu er stuðst við kaupsamninga síðastliðinna þriggja mánaða en í apríl er vísitalan á höfuðborgarsvæðinu 970,07, er það 0,8% hækkun milli mánaða. 

Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 1,7% milli mánaða og fjölbýlishluti vísitölunnar hækkaði milli mánaða um 0,5%.

Forsendur útreiknings 

Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.

Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK