Delta hefur flug frá Detroit

Boeing 757-200 vél Delta Air Lines tekur á flug frá …
Boeing 757-200 vél Delta Air Lines tekur á flug frá Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Aðsend

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hóf í gær flug til Detroit í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Delta býður upp á þennan áfangastað og verður flogið fjórum sinnum í viku í sumar. Detroit er þriðji áfangastaður Delta frá Íslandi. Fyrir voru New York og Minneapolis og er flogið daglega til þessara borga. Delta Air Lines hefur flogið til New York undanfarin 12 ár og til Minneapolis síðan árið 2016.

Flug Delta Air Lines til Detroit hefur vakið athygli í ljósi þess að Icelandair mun, í fyrsta sinn, síðar í þessari viku bæta Detroit við sem nýjum áfangastað í leiðakerfi félagsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK