Gríðarlegur ávinningur hefur orðið af starfsendurhæfingu frá því að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið bundust heitum um það árið 2008 að efla fólk til sjálfshjálpar í kjölfar veikinda og slysa. Það ár komu samtökin á fót, í samráði við lífeyrissjóði og hið opinbera, starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK sem um þessar mundir vinnur að því að koma 2.500 einstaklingum út á vinnumarkaðinn.
Vigdís Jónsdóttir hagfræðingur var ráðin fyrsti framkvæmdastjóri sjóðsins og stýrir honum enn. Hún er gestur í nýjasta þætti Dagmála, sem sýndur er á mbl.is í dag. Þar segir hún að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá þeim tíma þegar hún tók til starfa sem fyrsti og eini starfsmaður sjóðsins. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum hefur mikil breyting orðið á íslenskum vinnumarkaði á þessum tíma, m.a. sú að örorkubyrði hjá Tryggingastofnun hefur dregist saman um 2,4% á árabilinu 2015-2019 miðað við tímabilið 2000-2004. Þá hefur örorkubyrði lífeyrissjóðanna dregist mun meira saman eða um 13,7%. Þar skipti mestu verkfæri til þess að eyða „áhrifum aukins nýgengis“ örorku eins og það er orðað.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.