Árni Freyr verður skrifstofustjóri samgangna

Árni Freyr Stefánsson tekur við embætti skrifstofustjóra samgangna hjá innviðaráðuneytinu …
Árni Freyr Stefánsson tekur við embætti skrifstofustjóra samgangna hjá innviðaráðuneytinu 1. júní 2023. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra,hefur skipað Árna Frey Stefánsson í embætti skrifstofustjóra samgangna hjá innviðaráðuneytinu.

Árni Freyr var valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Árni Freyr er með BS-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði og M.Sc.-gráðu í samgönguverkfræði.

Hann hefur starfað á skrifstofu samgangna í innviðaráðuneytinu frá árinu 2018 og hefur hann verið verkefnisstjóri samgönguáætlunar á þeim tíma.

Árni Freyr tekur við embættinu 1. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK