Frá ársbyrjun 2018 hafa verið nýskráðar á fimmta þúsund Teslu-bifreiðar á Íslandi. Verðmæti innflutningsins hleypur á tugum milljarða og vitnar eftirspurnin um vaxandi vinsældir rafbíla á síðustu árum.
Árið 2018 voru nýskráðar þrjár Teslu-bifreiðar en 44 árið 2019. Tesla opnaði þjónustumiðstöð á Íslandi haustið 2019 og árið 2020 voru fluttar inn 903 Teslu-bifreiðar, eða ríflega tuttugufalt fleiri en árið áður.
Innflutningurinn jókst svo enn frekar 2021 og 2022, en frá áramótum hafa verið nýskráðar 893 Teslu-bifreiðar. Verður þetta því að óbreyttu stærsta árið í innflutningi hjá Teslu frá upphafi.
Frá ársbyrjun 2018 hafa verið fluttar inn alls 4.155 Teslu-bifreiðar, sem svo vill til að er um einn þúsundasti af sölu Teslu frá upphafi.
Nánar í Morgunblaðinu.