Álag vegna álagningarseðla?

Skattgreiðendur hafa lent í vandræðum með að skoða álagningarseðla sína …
Skattgreiðendur hafa lent í vandræðum með að skoða álagningarseðla sína í dag. Samsett mynd

Álagn­ing­ar­seðlar ein­stak­linga vegna tekna árs­ins 2022 voru gefn­ir út fyrr í dag. Í kjölfarið virðist sem mikið álag hafi orðið á vef ríkisskattstjóra.

mbl.is hefur borist þó nokkrar ábendingar frá lesendum um að erfiðlega gangi að skrá sig inn á innri vef skattsins nú í kvöld.

Greint er frá því að notendur annað hvort fái upp villumeldingu eða að hleðsla vefsins taki langan tíma. Nota þarf rafræn skilríki eða veflykil ríkisskattstjóra til að skrá sig inn á vefinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK