Hagnaður OR dregst saman um 65,4%

Hagnaður OR dregst verulega saman á milli ársfjórðunga.
Hagnaður OR dregst verulega saman á milli ársfjórðunga. mbl.is/Ari Páll

Hagnaður hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur dróst sam­an um 65,4% á fyrsta árs­fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Rekstr­ar­tekj­ur OR námu tæp­lega 16,2 millj­örðum króna á fyrsta árs­fjórðungi en voru á sama tíma í fyrra tæp­lega 15,7 millj­arðar. Aft­ur á móti jókst rekstr­ar­kostnaður um tæp­an millj­arð á milli ára og nam á fyrsta árs­fjórðungi 6,4 millj­arði króna.

Hagnaður dregst sam­an

Hagnaður á fyrsta árs­fjórðungi dregst sam­an um 65,4 pró­sent en hann nam rúm­lega 2,3 millj­örðum króna sam­an­borið við tæp­lega 6,8 millj­arða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Í frétta­til­kynn­ingu frá OR seg­ir að þetta út­skýrist m.a. af aukn­um rekstr­ar­kostnaði og lækkuðu ál­verði. Veltu­fé frá rekstri er þó sam­bæri­legt við fyrsta árs­fjórðung 2022.

Tekj­ur sam­stæðunn­ar á fyrsta árs­fjórðungi vaxa frá fyrra ári en rekstr­ar­kostnaður einnig. Kostnaðarmeg­in mun­ar mestu um auk­in kaup á raf­orku til end­ur­sölu og hækkaða gjald­skrá vegna flutn­ings á raf­magni. Ör upp­bygg­ing ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Car­bfix kem­ur einnig fram í upp­gjör­inu. Þetta, ásamt sam­drætti í tekj­um af raf­orku­sölu til stóriðju vegna lækkaðs ál­verðs, veld­ur því að fram­legð og rekstr­ar­hagnaður var minni á fyrstu þrem­ur mánuðum yf­ir­stand­andi árs en á sama tíma 2022,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Rekstr­ar­hagnaður sam­stæðunn­ar fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta nam tæp­lega sex millj­örðum í ár, sam­an­borið við tæp­lega sjö millj­arða í fyrra.

Fram kem­ur í árs­hluta­reikn­ingn­um að vaxta­gjöld hafi auk­ist um rúm­lega 1,4 millj­arða milli ára, auk þess sem aðrar tekj­ur af fjár­eign­um og fjár­skuld­um lækkuðu mikið og námu í ár 1,4 millj­örðum sam­an­borið við 6,7 millj­arða á sama tíma­bili í fyrra. Var því hagnaður sam­stæðunn­ar eft­ir fjár­magnsliði og af­skrift­ir 3,1 millj­arður í ár sam­an­borið við 10,8 millj­arða í fyrra.

Hafa fjár­fest fyr­ir 4,7 millj­arða

Veit­ur leiða lest­ina í fjár­fest­ing­um inn­an sam­stæðunn­ar með 2,8 millj­arða króna fjár­fest­ingu á fyrsta árs­fjórðungi. Hafa þær fjár­fest­ing­ar farið í bygg­ingu nýrr­ar dælu­stöðvar frá­veitu við Voga­byggð, end­ur­nýj­un Deild­artunguæðar og snjall­væðingu orku­mæla á veitu­svæðinu.  Í heild­ina hafa fjár­fest­ing­ar inn­an sam­stæðunn­ar numið 4,7 millj­örðum króna á fyrsta árs­fjórðungi. Inn­an sam­stæðunn­ar eru fyr­ir­tæk­in Car­bfix, Orka Nátt­úr­unn­ar, OR, Ljós­leiðar­inn og Veit­ur.

Skulda­bréfa­út­boð skilað 7,5 millj­örðum

Sam­stæðan hef­ur haldið tvö skulda­bréfa­út­boð það sem af er ári og með því aflað sam­tals 7,5 millj­arða króna. Verður það fé nýtt til nýrra fjár­fest­inga sem og af­borg­ana af eldri lán­um.

Í til­kynn­ing­unni er einnig minnst á stöðu dótt­ur­fé­lag­anna Car­bfix og Ljós­leiðarans. „Þá stend­ur nú yfir und­ir­bún­ing­ur að út­gáfu nýs hluta­fjár í Ljós­leiðar­an­um, sem heim­ild hef­ur feng­ist til að selja nýj­um meðeig­end­um að fyr­ir­tæk­inu. Sam­svar­andi ferli hjá Car­bfix er lengra komið.“ Í frétta­til­kynn­ing­unni seg­ir að veru­leg­ur hluti fjár­fest­ing­anna sé fjár­magnaður með fram­legð af rekstri fyr­ir­tækj­anna og að eig­in­fjár­hlut­fall hafi auk­ist á fjórðungn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK