Stjórnvaldssektum beitt á ellefu fyrirtæki

Hinar ýmsu verslanir í Kringlunni og Smáralind voru skoðaðar.
Hinar ýmsu verslanir í Kringlunni og Smáralind voru skoðaðar. Samsett mynd

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á ellefu fyrirtæki sem reka þrettán verslanir í Kringlunni og Smáralind. Þetta er gert vegna skorts á verðmerkingum og eru sektirnar á bilinu fimmtíu til hundrað þúsund krónur.

Greint er frá því í tilkynningu vef Neytendastofu að könnun hafi verið gerð á verðmerkingum í verslunarmiðstöðvunum tveimur í febrúar. Til skoðunar voru hundrað verslanir og veitingastaðir í Kringlunni og 71 í Smáralind. Þá hafi athugasemdir verið gerðar við merkingar hjá 61 verslun.

Í seinni heimsókn Neytendastofu hafði mikill meirihluti verslana lagfært merkingar sínar en þó voru gerðar athugasemdir við merkingar þrettán verslana í eigu ellefu fyrirtækja. Í kjölfarið var lögð stjórnvaldssekt á fyrirtækin ellefu.

Verslanirnar sem um ræðir eru Hagkaup, Herragarðurinn, Hrím, iittala-búðin, Mac, Miniso, Sambíó, Snúran, Spúútnik, Steinar Waage, Under Armour, Vodafone og World class.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK